Byssubrand(ar)ar ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2014 13:00 Stjórnarliðar gera sér fulla grein fyrir því að húmor og háð geta reynst öflug vopn í pólitísku orðaskaki. Ekki þarf að fara í langt ferðalag um rangala Facebook til að uppgötva að þar logar allt vegna fréttaflutnings um byssugjöf Norðmanna til Íslendinga. Margir eru yfir sig hneykslaðir og meira að segja hefur verið stofnuð sérstök síða þar sem þessari gjöf er mótmælt harðlega. En, þeir eru þó til sem vilja henda gaman að öllu saman, án nokkurs vafa til að gera lítið úr umræðunni.Ýmsir myndu án efa flokka þessa gamansemi sem gráa, hálfkæring, jafnvel skæting en þannig voru viðbrögðin við Faceobookstatus forsætisráðherra sem sló á létta strengi: „Sumir ættu að fara að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo ... sérstaklega þegar um hríðskotabyssur er að ræða.“ Viðbrögðin við þessum ummælum urðu hörð og þau rötuðu í fréttir. En, þeir voru margir sem höfðu húmor fyrir þessu en þegar þetta er skrifað hafa 362 látið í ljós velþóknun sína með að styðja á „kunna að meta þetta-hnappinn“ og 63 hafa deilt þessum gamanmálum. En, flestir sem það gera láta fylgja vanþóknun sína.Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jóhannes Þór Skúlason, er sjaldnast langt undan þegar gefur á bátinn hjá foringjanum. Og hann greip til gamanseminnar þegar hann gagnrýndi harðlega málflutning Helga Hjörvar og Björns Vals, sem á þingi vildu fá að vita kostnaðinn sem þessu er samfara. Hann upplýsti, fremur háðskur, að þeir væru úti á túni í málinu, þannig væri nú í pottinn búið að vélbyssurnar væru gjöf frá vinum okkar í Noregi. „Þeim félögum ratast því þarna báðum ósatt á munn, þótt kjöftugir séu.“Víkur þá sögunni í herbúðir sjálfstæðismanna, Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi alþingismaður, sem fenginn hefur verið til þess af hálfu ríkisstjórnarinnar að útfæra niðurgreiðslur húsnæðislána nokkurra þeirra sem þau skulda, að hluta, grípur til tvíræðninnar þegar hann þykist feginn umræðunni. „270 kr máltíðirnar fallnar í skuggann af norskum hríðskotabyssum. Hvað næst?“Einlægari er gamansemi Baldurs Hermannssonar, sem er mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar og þar af leiðandi einarður stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og þá ríkisstjórnarinnar. Oflof er háð en ekki í munni Baldurs þegar hann talar um forsætisráðherra og ríkisstjórnina. Baldur bregður ekki fyrir sig beinu gríni, heldur vill hann lýsa yfir stuðningi við fyndni forsætisráðherra: „Sigmundur Davíð er landsþekktur fyrir sín bráðsnjöllu tilsvör og nú fer hann aldeilis á kostum. Það er yndislegt að eiga svona gamansaman forsætisráðherra. Menn láta eins og viðrini út af fáeinum byssum og það í landi þar sem löggan hefur alltaf verið vopnuð. Lesið til dæmis vitleysuna sem vellur upp úr fólki í kommentunum við ágæta fyndni forsætisráðherrans ....“Og, þeir eru fleiri sem vilja leggja orð í belg úr þessari áttinni. Og það stendur fáum nær en sjálfum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurði Má Jónssyni. Hann er líklega lúmskastur í sínu gríni, þar er snúningur en hann vitnar í annan sem hefur í frammi byssugrín og lætur fylgja sögunni að hann hafi skammað viðkomandi fyrir gráglettnina, en Sigurður Már væri varla að dreifa henni nema þetta væri við skap hans: „Það kom maður með þennan vínkil á byssumálið: ,,Hingað til hefur mátt skjóta Reykvíkinga að vild en nú þegar á að fara að skjóta landsbyggðarmenn verður allt vitlaust!" Það þarf ekki að taka fram að ég skammaði manninn fyrir ósmekklegheitin, en það var ekki von á góðu úr þeim ranni, viðkomandi hefur meira að segja verið svo galinn að koma með spéskap um hrunið!“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki þarf að fara í langt ferðalag um rangala Facebook til að uppgötva að þar logar allt vegna fréttaflutnings um byssugjöf Norðmanna til Íslendinga. Margir eru yfir sig hneykslaðir og meira að segja hefur verið stofnuð sérstök síða þar sem þessari gjöf er mótmælt harðlega. En, þeir eru þó til sem vilja henda gaman að öllu saman, án nokkurs vafa til að gera lítið úr umræðunni.Ýmsir myndu án efa flokka þessa gamansemi sem gráa, hálfkæring, jafnvel skæting en þannig voru viðbrögðin við Faceobookstatus forsætisráðherra sem sló á létta strengi: „Sumir ættu að fara að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo ... sérstaklega þegar um hríðskotabyssur er að ræða.“ Viðbrögðin við þessum ummælum urðu hörð og þau rötuðu í fréttir. En, þeir voru margir sem höfðu húmor fyrir þessu en þegar þetta er skrifað hafa 362 látið í ljós velþóknun sína með að styðja á „kunna að meta þetta-hnappinn“ og 63 hafa deilt þessum gamanmálum. En, flestir sem það gera láta fylgja vanþóknun sína.Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jóhannes Þór Skúlason, er sjaldnast langt undan þegar gefur á bátinn hjá foringjanum. Og hann greip til gamanseminnar þegar hann gagnrýndi harðlega málflutning Helga Hjörvar og Björns Vals, sem á þingi vildu fá að vita kostnaðinn sem þessu er samfara. Hann upplýsti, fremur háðskur, að þeir væru úti á túni í málinu, þannig væri nú í pottinn búið að vélbyssurnar væru gjöf frá vinum okkar í Noregi. „Þeim félögum ratast því þarna báðum ósatt á munn, þótt kjöftugir séu.“Víkur þá sögunni í herbúðir sjálfstæðismanna, Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi alþingismaður, sem fenginn hefur verið til þess af hálfu ríkisstjórnarinnar að útfæra niðurgreiðslur húsnæðislána nokkurra þeirra sem þau skulda, að hluta, grípur til tvíræðninnar þegar hann þykist feginn umræðunni. „270 kr máltíðirnar fallnar í skuggann af norskum hríðskotabyssum. Hvað næst?“Einlægari er gamansemi Baldurs Hermannssonar, sem er mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar og þar af leiðandi einarður stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og þá ríkisstjórnarinnar. Oflof er háð en ekki í munni Baldurs þegar hann talar um forsætisráðherra og ríkisstjórnina. Baldur bregður ekki fyrir sig beinu gríni, heldur vill hann lýsa yfir stuðningi við fyndni forsætisráðherra: „Sigmundur Davíð er landsþekktur fyrir sín bráðsnjöllu tilsvör og nú fer hann aldeilis á kostum. Það er yndislegt að eiga svona gamansaman forsætisráðherra. Menn láta eins og viðrini út af fáeinum byssum og það í landi þar sem löggan hefur alltaf verið vopnuð. Lesið til dæmis vitleysuna sem vellur upp úr fólki í kommentunum við ágæta fyndni forsætisráðherrans ....“Og, þeir eru fleiri sem vilja leggja orð í belg úr þessari áttinni. Og það stendur fáum nær en sjálfum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurði Má Jónssyni. Hann er líklega lúmskastur í sínu gríni, þar er snúningur en hann vitnar í annan sem hefur í frammi byssugrín og lætur fylgja sögunni að hann hafi skammað viðkomandi fyrir gráglettnina, en Sigurður Már væri varla að dreifa henni nema þetta væri við skap hans: „Það kom maður með þennan vínkil á byssumálið: ,,Hingað til hefur mátt skjóta Reykvíkinga að vild en nú þegar á að fara að skjóta landsbyggðarmenn verður allt vitlaust!" Það þarf ekki að taka fram að ég skammaði manninn fyrir ósmekklegheitin, en það var ekki von á góðu úr þeim ranni, viðkomandi hefur meira að segja verið svo galinn að koma með spéskap um hrunið!“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira