Erlent

Kafbáturinn enn ófundinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sænskur tundurduflaslæðari öslar um í skerjagarðinum.
Sænskur tundurduflaslæðari öslar um í skerjagarðinum. ap
Sænski herinn leitar enn að mögulegum kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm en nú eru sex dagar liðnir frá því leitin hófst.

Talsmaður hersins sagði í sænska morgunþættinum Gomorran Sverge í morgun að engin áform væru um að hætta leitinni í bráð, en hún hefur engan árangur borið enn sem komið er. Jörgen Elfving, sérfræðingur í hermálum, sagði í sama þætti að leitin gæti tekið afar langan tíma. Ef um nýtísku kafbát frá Rússum sé að ræða, gæti hann verið búinn allskyns búnaði sem gerði mönnum erfitt fyrir að finna hann, því væri þetta eins og að leita að nál í heystakki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×