Erlent

Leitinni í skerjagarðinum verður haldið áfram

Atli Ísleifsson skrifar
Anders Grenstad ræddi við blaðamenn nú síðdegis.
Anders Grenstad ræddi við blaðamenn nú síðdegis.
Sænski herinn mun halda leit sinni áfram að „einhverju eða einhverjum sem hefur brotið friðhelgi sænsks yfirráðasvæðis“ í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þetta kom fram á fréttamannafundi sænska hersins nú síðdegis.

Anders Grenstad, talsmaður hersins, sagði það „algerlega óásættanlegt“ að einhver hafi brotið friðhelgina með þessum hætti. Greindi hann einnig frá því að tvær ábendingar frá almenningi um óeðlilega starfsemi í skerjagarðinum hefðu borist til viðbótar við fyrri þrjár, sem álitnar væru nægilega trúverðugar til að halda leit áfram.

Leit sænska hersins hefur nú staðið í fimm sólarhringa og mun halda áfram enn um sinn. Grenstad ítrekaði að upplýsingarnar sem borist hefðu væru álitnar mjög trúverðugar“.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Svíþjóð vegna málsins, en daginn áður en leitin hófst greindu starfsmenn sænska yfirvalda talstöðvarskilaboð á rússnesku. Grenstad vildi ekkert greina frá þjóðerni mögulegra brotamanna á fréttamannafundinum nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×