Elsku Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 21. október 2014 14:55 Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun