Enski boltinn

Berahino: Ég læt fótboltann minn um það að tala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saido Berahino var ánægður með markið sitt.
Saido Berahino var ánægður með markið sitt. Vísir/Getty
Saido Berahino skoraði seinna mark West Bromwich Albion í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í kvöld í síðasta leiknum í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Berahino kom WBA í 2-1 og það munaði ekki miklu að það yrði sigurmarkið því Daley Blind jafnaði ekki metin fyrir United-liðið fyrr en á 87. mínútu leiksins.

„Mér fannst við spila þetta vel og við gerðum vel í seinna markinu. Við erum vonsviknir með að fá á okkur þetta jöfnunarmark," sagði Saido Berahino við BBC en hann er markahæsti enski leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með sex mörk.  Hann er þó spar á allar yfirlýsingar.

„Ég vissi að ef ég held einbeitingunni allan tímann þá myndi ég fá færi í kvöld. Ég læt bara fótboltann minn um það að tala og ég veit að mörkin munu halda áfram að detta inn," sagði Berahino en það er hægt að sjá markið hans hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×