QuizUp sagður vera hinn nýi Tinder Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 16:50 Hér má sjá parið sem kynntist í gegnum QuizUp. Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira