Kristinn Jónsson ekki á heimleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2014 13:00 Kristinn Jónsson er með samning við Breiðablik út næsta tímabil. vísir/vill Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Andra Lucas skora og Walesverja jafna Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira
Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Andra Lucas skora og Walesverja jafna Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira