Lífið

Eiga von á barninu í apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge. Vísir/AFP
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge hafa staðfest að þau eigi von á sínu öðru barni í apríl á næsta ári.

Í tilkynningu frá bresku konungshöllinni segir að Katrín þjáist enn af mikilli morgunógleði líkt og á fyrstu meðgöngu sinni og sé í meðhöndlun hjá læknum í Kensingtonhöllinni. Líðan hennar fari þó batnandi. Katrín hefur þurft að afboða sig í nokkrar skipulagðar heimsóknir vegna veikindanna.

Þungunin var gerð opinber þann 8. september síðastliðinn þó að ekki hafi verið greint frá því hvenær von væri á erfingjanum.

Katrín og Vilhjálmur eignuðust sitt fyrsta barn, Georg, þann 22. júlí á síðasta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.