Tónlist

Réttarhöld vegna Blurred Lines

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pharrell Williams og Robin Thicke fóru fram á að málinu yrði vísað frá.
Pharrell Williams og Robin Thicke fóru fram á að málinu yrði vísað frá. Vísir/Getty
Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað að réttarhöld fari fram vegna lagsins Blurred Lines. Höfundar lagsins, Robin Thicke og Pharrell Williams, eru sakaðir um að hafa stolið laglínum úr laginu Got to Give It Up með Marvin Gaye. Blurred Lines var eitt vinsælasta lag seinasta árs.

Dómarinn hafnaði frávísunarkröfu Thicke og Williams og sagði að kviðdómur yrði nú að skera úr um líkindi laganna.

Fjölskyla Gayes höfðaði málið en réttarhöldin hefjast þann 10. febrúar í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.