Laugardagur er besti dagurinn til að djamma Kjartan Atli Kjartansson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2014 11:38 Álitsgjafar Vísis hafa mjög mismunandi skoðanir á því hvenær vikunnar sé skemmtilegast að djamma. Lífið á Vísi leitaði til nokkurra valinkunnra álitsgjafa sem þekkja skemmtanalífið eins og lófann á sér og spurði þá á hvaða degi vikunnar væri best að djamma. Laugardagurinn stendur uppi sem sigurvegari og því sannast hið forkveðna: laugardagur til lukku. Athygli vekur að virku dagarnir mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur eru talsvert vinsælli en föstudagur. Hvíldardagurinn sunnudagur rekur hins vegar lestina.Laugardagar eru bestu dagarnir til að djamma. Þá eru margir á ferli og allt getur gerst. Frí daginn eftir tryggir að maður þarf ekki að fara snemma heim.1. sæti:LaugardagurÁlitsgjöfum Vísis þykir laugardagurinn henta einkar vel til drykkju og skemmtanahalds. Helstu kostir laugardagsins eru að þá eru margir á ferli í bænum, maður er vel hvíldur fyrir átök kvöldsins og það er frí daginn eftir til að liggja í leti og safna kröftum fyrir komandi vinnuviku.„Þá er maður vel útsofinn og hefur tíma til að undirbúa kvöldið. Fínt að skella sér í miðbæinn og græja föt fyrir djammið. Svo er ekkert betra en að starta kvöldinu með einum eða tveimur kokteilum, dinnerpartýi í góðra vina hópi og enda svo á Irish Coffee áður en haldið er út í nóttina. Svo hefur maður allan sunnudaginn til að liggja fyrir framan sjónvarpið og ná upp fyrri styrk.“ „Þá hittir maður gjarnan mikið af skemmtilegu fólki og rekst einnig gjarnan á gamla kunningja sem getur verið ákaflega hressandi. Það getur hins vegar verið böggandi ef það er of mikið af fólki í bænum og maður þarf að bíða í röð og þess háttar vitleysa en maður nær yfirleitt að bæla slíkan pirring niður með stífri drykkju. Vissulega er laugardagsdjammið líka best því maður er yfirleitt í fríi daginn eftir og maður hefur einnig náð að hlaða batteríin örlítið á laugardeginum eftir erfiða vinnuviku og því klár í slaginn.“ „Það sem laugardagurinn hefur fram yfir er að maður er yfirleitt úthvíldur á laugardögum eftir að hafa getað sofið út, maður á þann kost að geta byrjað að sippa í sig fyrr yfir enska boltanum og bærinn er yfirleitt fullur af lífi alla laugardaga, til dæmis ef maður miðar við vinnudaginn föstudag. Þar að auki er hentugt að vera búinn að festa Ríkiskaupin fyrir laugardag í vikunni á undan. Laugardagar eru einhvern veginn afslappaðri en aðrir dagar vikunnar varðandi djammið því maður á að geta verið ferskur eftir þreytta vinnuviku.“ „Á haustin og vorin er best að djamma á laugardögum. Þá er mest fólk á djamminu, Föstudagar eru rólegri. Háskólafólkið er að fara í vísindaferðir og endast ekki lengi. Og flestir spara sig fyrir laugardagana.“ „Hérna á Íslandi hef ég alltaf verið hrifnust af laugardögum fyrir djamm. Þá er einhvern veginn meiri stemming í loftinu heldur en hina dagana og best að slappa af eftir gott djamm á sunnudögum í staðinn fyrir að eyða laugardegi í þynnku.“ „Laugardagur er skíturinn! Fleira fólk, fleiri vinir lausir því þeir eiga frí á sunnudögum þannig að þá er meira stuð.“ „Á föstudögum vil ég frekar taka því rólega og slaka á eftir vinnuvikuna, laugardagur er því skemmtilegri til skemmtunar. Hvað virka daga varða þá læt ég þá vera.“Virkir dagar henta vel til þess að djamma að mati álitsgjafa Vísis. Til dæmis kíkja sumir á pöbbinn og horfa á Meistaradeildina.2. sæti:Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagurVinsældir djamms á virkum dögum koma eflaust einhverjum á óvart. Álitsgjöfum Vísis þykir gott að djamma þá, því þá eru fáir á ferli og allt getur gerst. Einnig nefndi einn álitsgjafinn að dagdrykkja væri samþykkt á virkum dögum og taldi það mikinn kost. Það ber að taka fram að greinarhöfundar sameinuðu þrjá fyrstu daga vikunnar því margir álitsgjafarnir töldu jafn gott að djamma alla þessa þrjá daga. „Sko, helgar eru bara fyrir amatöra. Það er í miðri viku sem kraftaverkin gerast. Þá kemur tvennt til: annars vegar er það kraftur hins óvænta. Á mánudegi, þriðjudegi og miðvikudegi eru allar stórdjammsvæntingar í lágmarki. Þá er skroppið í einn sem getur þróast á lífrænan hátt út í stórmerkilegar samkundur. Hins vegar er það opnunartími virku daganna sem kemur sterkur inn: eftirpartýin byrja fyrr, eru orkumeiri og óvæntari. Það er í miðri viku sem djammið endar í heitum potti, sauna, dansi, dauðadjúpum samtölum um lífið. Í miðri viku er engu að tapa, allt að vinna. Þá hugsar maður að úr því sem komið er þá er ekki annað að gera en að sleppa sér.” „Þriðjudagarnir eru í rauninni dáldið málið. Þá dagdrykkja. Hún skiptir miklu máli. Hún er mjög vanmetin. Fólk sem er mígandi á sig, frussandi, kýlandi sjálfa sig. Menn sem eru að lemja kærustur sínar á djamminu. Þetta er mikið á djamminu um helgar. Fólk verður ófrískt, fær kynsjúkdóma. Það lið er að djamma um helgar. Þeir sem eru að vinna á dagdrykkjunni á þriðjudegi er gjarnan fólk með óhefðbundinn vinnudag. Menn sem ráða sér sjálfir. Listamenn og svona. Gestalistinn á Monte Carlo er reyndar líka þarna. Þannig að það er ekki bara rjóminn á djamminu á þriðjudögum. Þá er þetta svolítið eins og að fá sér í Suður-Frakklandi. En þegar þú ert kominn með Monte Carlo gestalistann. Það er eins og djamma í Luton. Það eru líka engar raðir á þriðjudögum. Enginn að gubba í hálsmálið hjá manni. Enginn Gæi á kjálkanum, útúr fokking fleisaður á búlgörsku iðnaðarspítti. Það er yfirleitt ekki gangi á þriðjudögum.“ „Ég fíla virka daga mánudag, þriðjudag, miðvikudag. Þá auðvitað í góðum vinahópi að fagna einhverju eða bara ef eitthvað sérstakt stendur til. Ég legg ekki í vana minn að tjútta á virkum dögum öllu jafna. Það sem gerir virku dagana skemmtilega er að þá er ekki þessi geðveiki sem getur myndast um helgar. Fókusinn er miklu meira á að hafa gaman saman og oftar en ekki þá eru þessi djömm óvart og eins og allir vita þá eru óvart djömmin skemmtilegust sama hvaða dagur er.“ „Mánudagur. Af hverju? Því það má ekki.“Fimmtudagar eru sveipaðir dulúð; allt getur gerst. Trúbadorar hafa nóg að gera. Eldhúspartý FM957 hafa fest fimmtudagana vel í sessi sem alvöru djammdaga.3. sæti:FimmtudagurDjamm á fimmtudögum hefur lengi verið vinsælt hér á landi. Kostirnir við fimmtudagana, að mati álitsgjafanna, er að þá er vinna daginn eftir sem virkar sem hvati til þess að fara fyrr heim. Einhverjir álitsgjafar nefna að á fimmtudögum er djammið ekki eins taumlaust og um helgar. Fimmtudagsdjömm þykja innihalda hið óvænta.„Færri á ferli og ákveðinn „retainer“ að þurfa að fara í vinnu daginn eftir, uppá þynnkuna að gera. Svo er afar gott að fá sér eitthvað sveitt með einum köldum afréttara í föstudagshádeginu. Svo er öll helgin laus fyrir fjölskylduna.“ „Skemmtilegast að kíkja út í gleðistund (e. happy hour) með góðum vinum. Enda svo jafnvel í mat og drykk og vera svo komin heim fyrir 11. Næstu dagar ekki ónýtir en stutt í helgina til að safna kröftum. Best er að hafa sem minnst planað og leyfa kvöldinu að ráðast. Þá gerist alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt.“ „Fimmtudagar eru orðnir mínir uppáhalds dagar að fara á lífið. Oft mikið af skemmtilegu fólki, ekki sama organdi fylleríið eða of troðið og spjallið drukknar ekki í Bieber trylltri tónlist. Engin pressa að vera of lengi, bara góður góður bjór og gott fólk. Fimmtudagar eru hinir nýju föstudagar.“ „Mér finnst gaman að kíkja á fimmtudögum niðri bær. Þá er líf og fólk drekkur ekki of mikið því það er vinnudagur næsta dag. Þá er meira lagt í stuðið.“ „Fimmtudagskvöld eru skemmtilegust, allir svo slakir eitthvað og myndast góð stemning. Þá á maður líka helgina lausa.“ „Fyrir fólk sem er komið af sínu léttasta skeiði. Þá þarf maður líka ekki að bíða eftir helginni og liðið niðri í bæ er ekki eins hellað. Alltaf góð dagskrá í gangi á öllum börum, og oft meira neat en um helgar. Það er líka kostur að þurfa "bara" að djamma til kl. 1, þá eru líka meiri líkur á góðu eftirpartíi.“Föstudagar, eða fössarar hafa þótt klassískir djammdagar í gegnum tíðina. Þeir virðast þó ekki njóta sömu vinsælda í augnablikinu, ef marka má álitsgjafa Vísis.4. sæti: FöstudagurVinsældir föstudaga eru minni en margur ætlar. Álitsgjafar Vísis telja föstudagana þó henta vel til að fá útrás fyrir spennu sem safnast hefur upp í vikunni. Gott þykir að setjast niður með einn hrímaðan eftir vinnu á föstudegi. Minni raðir en á laugardögum og tveir dagar til jafna sig eftir djammið er óneitanlega kostur við föstudagana.„Mér finnst best að skella mér út á lífið á föstudögum en þannig fæ ég meira út úr helginni minni. Ef ég ákveð að djamma einhverja helgina þá tek ég yfirleitt bara annan daginn fyrir. Laugardagurinn fer þá í almenn rólegheit (og þynnku) og sunnudagurinn nýtist mér mun betur í lærdóm, tiltekt eða aðra hluti sem sátu á hakanum í vikunni á undan. Reynslan hefur einnig sýnt mér að meira er um raðir inn á skemmtistaði og almennan troðning á laugardögum og því skemmti ég mér töluvert betur á föstudögum. Það er líka eitthvað við það að fagna lokum erfiðrar skólaviku á föstudögum og skála rækilega í góðra vina hópi!“ „Ég verð að segja föstudagur, þá hefur þú laugardaginn og sunnudaginn til þess að hafa það náðugt.“ „Það er ástæða fyrir að "fössari" er þekkt fyrirbæri en ekki "laugari". Það er einhver uppsafnaður spenningur í fólki á föstudegi eftir vinnuvikuna sem leysist úr læðingi á djamminu. Fólk fer oftast í meiri gír þá heldur en á laugardögum og gerir meiri spontant hluti til að sleppa af sér beislinu. Ég hélt einu sinni að það væri betra að djamma á laugardögum því þá hefði maður miklu meiri tíma til að gíra sig upp fyrir kvöldið, en nákvæmlega út af því gerir maður oft meiri kröfur og verður fyrir vonbrigðum, á meðan föstudagar geta alltaf komið á óvart.“Sunnudagarnir eru rólegir og þá þykir sumum gott að fá sér nokkra ískalda bjóra og fara svo snemma heim í kvöldmat hífaður.5. sæti:SunnudagurSunnudagar reka lestina. Kannski ekki skrýtið, því sunnudagar eru, samkvæmt aldalöngum hefðum, hvíldardagar flestra. Þó þykir álitsgjöfum Vísis það vera kostur hversu félagslega samþykkt dagdrykkja er á sunnudögum. Gott þykir að fá sér einn bjór á Jómfrúnni og fara svo heim í kvöldmat létt hífaður.„Sunnudagur er eini dagurinn þar sem dagdrykkja er samfélagslega samþykkt meðal vinnandi fólks. Að fara á Jómfrúnna um miðjan dag og fara þaðan vel hífaður á happy hour er menningarupplifun. Eftir einn skítkaldan á happy hour drattast maður síðan heim í kvöldmat, lætur áfengið renna úr sér og sofnar værum svefni. Besta er að daginn eftir er heldur engin þynnka." „Mér finnst best að djamma á sunnudögum. Þeir eru skyldulausustu dagar miðeldriborgara og byrja oftast með ofáti í bröns. Ef maður vill er hægt að djamm og dagdrykkjuvæða brönsinn með mímósu sem er kampavínsbættur appelsínusafi. Þannig að... sunnudagar eru mínir djammdagar.“Álitsgjafar:Eðvarð Atli Birgisson, stafrænn hönnuður hjá H:N Markaðssamskiptum, Hildur Sigrún Valsdóttir, búningahönnuður, Kristjana Arnarsdóttir, þúsundþjalasmiður, Pétur Óli Gíslason, samkvæmisljón, Margrét Gústavsdóttir, fjölmiðlakona og markaðsráðgjafi, Höskuldur Sæmundsson, leikari og bjórgúrú, Gunnar Leó Pálsson, tónlistarmaður og blaðamaður, Sigtryggur Magnason, sköpunarstjóri Íslensku auglýsingastofunnar, Blaz Roca, Einir Guðlaugsson, verkfræðingur, Daníel Ólafsson, viðskiptafræðingur, Þorgeir Ólafsson, ljósmyndari, Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona, Magnús Guðmundsson, leikari, Vala Grand, Jón Gunnar Geirdal, frasakóngur Íslands, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning, Elmar Ernir Viðarsson, Bolvíkingur, Olivier Angenot lífskúnstner frá París, Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, Björn Teitsson, matargagnrýnandi, Dóri DNA, Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Lífið á Vísi leitaði til nokkurra valinkunnra álitsgjafa sem þekkja skemmtanalífið eins og lófann á sér og spurði þá á hvaða degi vikunnar væri best að djamma. Laugardagurinn stendur uppi sem sigurvegari og því sannast hið forkveðna: laugardagur til lukku. Athygli vekur að virku dagarnir mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur eru talsvert vinsælli en föstudagur. Hvíldardagurinn sunnudagur rekur hins vegar lestina.Laugardagar eru bestu dagarnir til að djamma. Þá eru margir á ferli og allt getur gerst. Frí daginn eftir tryggir að maður þarf ekki að fara snemma heim.1. sæti:LaugardagurÁlitsgjöfum Vísis þykir laugardagurinn henta einkar vel til drykkju og skemmtanahalds. Helstu kostir laugardagsins eru að þá eru margir á ferli í bænum, maður er vel hvíldur fyrir átök kvöldsins og það er frí daginn eftir til að liggja í leti og safna kröftum fyrir komandi vinnuviku.„Þá er maður vel útsofinn og hefur tíma til að undirbúa kvöldið. Fínt að skella sér í miðbæinn og græja föt fyrir djammið. Svo er ekkert betra en að starta kvöldinu með einum eða tveimur kokteilum, dinnerpartýi í góðra vina hópi og enda svo á Irish Coffee áður en haldið er út í nóttina. Svo hefur maður allan sunnudaginn til að liggja fyrir framan sjónvarpið og ná upp fyrri styrk.“ „Þá hittir maður gjarnan mikið af skemmtilegu fólki og rekst einnig gjarnan á gamla kunningja sem getur verið ákaflega hressandi. Það getur hins vegar verið böggandi ef það er of mikið af fólki í bænum og maður þarf að bíða í röð og þess háttar vitleysa en maður nær yfirleitt að bæla slíkan pirring niður með stífri drykkju. Vissulega er laugardagsdjammið líka best því maður er yfirleitt í fríi daginn eftir og maður hefur einnig náð að hlaða batteríin örlítið á laugardeginum eftir erfiða vinnuviku og því klár í slaginn.“ „Það sem laugardagurinn hefur fram yfir er að maður er yfirleitt úthvíldur á laugardögum eftir að hafa getað sofið út, maður á þann kost að geta byrjað að sippa í sig fyrr yfir enska boltanum og bærinn er yfirleitt fullur af lífi alla laugardaga, til dæmis ef maður miðar við vinnudaginn föstudag. Þar að auki er hentugt að vera búinn að festa Ríkiskaupin fyrir laugardag í vikunni á undan. Laugardagar eru einhvern veginn afslappaðri en aðrir dagar vikunnar varðandi djammið því maður á að geta verið ferskur eftir þreytta vinnuviku.“ „Á haustin og vorin er best að djamma á laugardögum. Þá er mest fólk á djamminu, Föstudagar eru rólegri. Háskólafólkið er að fara í vísindaferðir og endast ekki lengi. Og flestir spara sig fyrir laugardagana.“ „Hérna á Íslandi hef ég alltaf verið hrifnust af laugardögum fyrir djamm. Þá er einhvern veginn meiri stemming í loftinu heldur en hina dagana og best að slappa af eftir gott djamm á sunnudögum í staðinn fyrir að eyða laugardegi í þynnku.“ „Laugardagur er skíturinn! Fleira fólk, fleiri vinir lausir því þeir eiga frí á sunnudögum þannig að þá er meira stuð.“ „Á föstudögum vil ég frekar taka því rólega og slaka á eftir vinnuvikuna, laugardagur er því skemmtilegri til skemmtunar. Hvað virka daga varða þá læt ég þá vera.“Virkir dagar henta vel til þess að djamma að mati álitsgjafa Vísis. Til dæmis kíkja sumir á pöbbinn og horfa á Meistaradeildina.2. sæti:Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagurVinsældir djamms á virkum dögum koma eflaust einhverjum á óvart. Álitsgjöfum Vísis þykir gott að djamma þá, því þá eru fáir á ferli og allt getur gerst. Einnig nefndi einn álitsgjafinn að dagdrykkja væri samþykkt á virkum dögum og taldi það mikinn kost. Það ber að taka fram að greinarhöfundar sameinuðu þrjá fyrstu daga vikunnar því margir álitsgjafarnir töldu jafn gott að djamma alla þessa þrjá daga. „Sko, helgar eru bara fyrir amatöra. Það er í miðri viku sem kraftaverkin gerast. Þá kemur tvennt til: annars vegar er það kraftur hins óvænta. Á mánudegi, þriðjudegi og miðvikudegi eru allar stórdjammsvæntingar í lágmarki. Þá er skroppið í einn sem getur þróast á lífrænan hátt út í stórmerkilegar samkundur. Hins vegar er það opnunartími virku daganna sem kemur sterkur inn: eftirpartýin byrja fyrr, eru orkumeiri og óvæntari. Það er í miðri viku sem djammið endar í heitum potti, sauna, dansi, dauðadjúpum samtölum um lífið. Í miðri viku er engu að tapa, allt að vinna. Þá hugsar maður að úr því sem komið er þá er ekki annað að gera en að sleppa sér.” „Þriðjudagarnir eru í rauninni dáldið málið. Þá dagdrykkja. Hún skiptir miklu máli. Hún er mjög vanmetin. Fólk sem er mígandi á sig, frussandi, kýlandi sjálfa sig. Menn sem eru að lemja kærustur sínar á djamminu. Þetta er mikið á djamminu um helgar. Fólk verður ófrískt, fær kynsjúkdóma. Það lið er að djamma um helgar. Þeir sem eru að vinna á dagdrykkjunni á þriðjudegi er gjarnan fólk með óhefðbundinn vinnudag. Menn sem ráða sér sjálfir. Listamenn og svona. Gestalistinn á Monte Carlo er reyndar líka þarna. Þannig að það er ekki bara rjóminn á djamminu á þriðjudögum. Þá er þetta svolítið eins og að fá sér í Suður-Frakklandi. En þegar þú ert kominn með Monte Carlo gestalistann. Það er eins og djamma í Luton. Það eru líka engar raðir á þriðjudögum. Enginn að gubba í hálsmálið hjá manni. Enginn Gæi á kjálkanum, útúr fokking fleisaður á búlgörsku iðnaðarspítti. Það er yfirleitt ekki gangi á þriðjudögum.“ „Ég fíla virka daga mánudag, þriðjudag, miðvikudag. Þá auðvitað í góðum vinahópi að fagna einhverju eða bara ef eitthvað sérstakt stendur til. Ég legg ekki í vana minn að tjútta á virkum dögum öllu jafna. Það sem gerir virku dagana skemmtilega er að þá er ekki þessi geðveiki sem getur myndast um helgar. Fókusinn er miklu meira á að hafa gaman saman og oftar en ekki þá eru þessi djömm óvart og eins og allir vita þá eru óvart djömmin skemmtilegust sama hvaða dagur er.“ „Mánudagur. Af hverju? Því það má ekki.“Fimmtudagar eru sveipaðir dulúð; allt getur gerst. Trúbadorar hafa nóg að gera. Eldhúspartý FM957 hafa fest fimmtudagana vel í sessi sem alvöru djammdaga.3. sæti:FimmtudagurDjamm á fimmtudögum hefur lengi verið vinsælt hér á landi. Kostirnir við fimmtudagana, að mati álitsgjafanna, er að þá er vinna daginn eftir sem virkar sem hvati til þess að fara fyrr heim. Einhverjir álitsgjafar nefna að á fimmtudögum er djammið ekki eins taumlaust og um helgar. Fimmtudagsdjömm þykja innihalda hið óvænta.„Færri á ferli og ákveðinn „retainer“ að þurfa að fara í vinnu daginn eftir, uppá þynnkuna að gera. Svo er afar gott að fá sér eitthvað sveitt með einum köldum afréttara í föstudagshádeginu. Svo er öll helgin laus fyrir fjölskylduna.“ „Skemmtilegast að kíkja út í gleðistund (e. happy hour) með góðum vinum. Enda svo jafnvel í mat og drykk og vera svo komin heim fyrir 11. Næstu dagar ekki ónýtir en stutt í helgina til að safna kröftum. Best er að hafa sem minnst planað og leyfa kvöldinu að ráðast. Þá gerist alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt.“ „Fimmtudagar eru orðnir mínir uppáhalds dagar að fara á lífið. Oft mikið af skemmtilegu fólki, ekki sama organdi fylleríið eða of troðið og spjallið drukknar ekki í Bieber trylltri tónlist. Engin pressa að vera of lengi, bara góður góður bjór og gott fólk. Fimmtudagar eru hinir nýju föstudagar.“ „Mér finnst gaman að kíkja á fimmtudögum niðri bær. Þá er líf og fólk drekkur ekki of mikið því það er vinnudagur næsta dag. Þá er meira lagt í stuðið.“ „Fimmtudagskvöld eru skemmtilegust, allir svo slakir eitthvað og myndast góð stemning. Þá á maður líka helgina lausa.“ „Fyrir fólk sem er komið af sínu léttasta skeiði. Þá þarf maður líka ekki að bíða eftir helginni og liðið niðri í bæ er ekki eins hellað. Alltaf góð dagskrá í gangi á öllum börum, og oft meira neat en um helgar. Það er líka kostur að þurfa "bara" að djamma til kl. 1, þá eru líka meiri líkur á góðu eftirpartíi.“Föstudagar, eða fössarar hafa þótt klassískir djammdagar í gegnum tíðina. Þeir virðast þó ekki njóta sömu vinsælda í augnablikinu, ef marka má álitsgjafa Vísis.4. sæti: FöstudagurVinsældir föstudaga eru minni en margur ætlar. Álitsgjafar Vísis telja föstudagana þó henta vel til að fá útrás fyrir spennu sem safnast hefur upp í vikunni. Gott þykir að setjast niður með einn hrímaðan eftir vinnu á föstudegi. Minni raðir en á laugardögum og tveir dagar til jafna sig eftir djammið er óneitanlega kostur við föstudagana.„Mér finnst best að skella mér út á lífið á föstudögum en þannig fæ ég meira út úr helginni minni. Ef ég ákveð að djamma einhverja helgina þá tek ég yfirleitt bara annan daginn fyrir. Laugardagurinn fer þá í almenn rólegheit (og þynnku) og sunnudagurinn nýtist mér mun betur í lærdóm, tiltekt eða aðra hluti sem sátu á hakanum í vikunni á undan. Reynslan hefur einnig sýnt mér að meira er um raðir inn á skemmtistaði og almennan troðning á laugardögum og því skemmti ég mér töluvert betur á föstudögum. Það er líka eitthvað við það að fagna lokum erfiðrar skólaviku á föstudögum og skála rækilega í góðra vina hópi!“ „Ég verð að segja föstudagur, þá hefur þú laugardaginn og sunnudaginn til þess að hafa það náðugt.“ „Það er ástæða fyrir að "fössari" er þekkt fyrirbæri en ekki "laugari". Það er einhver uppsafnaður spenningur í fólki á föstudegi eftir vinnuvikuna sem leysist úr læðingi á djamminu. Fólk fer oftast í meiri gír þá heldur en á laugardögum og gerir meiri spontant hluti til að sleppa af sér beislinu. Ég hélt einu sinni að það væri betra að djamma á laugardögum því þá hefði maður miklu meiri tíma til að gíra sig upp fyrir kvöldið, en nákvæmlega út af því gerir maður oft meiri kröfur og verður fyrir vonbrigðum, á meðan föstudagar geta alltaf komið á óvart.“Sunnudagarnir eru rólegir og þá þykir sumum gott að fá sér nokkra ískalda bjóra og fara svo snemma heim í kvöldmat hífaður.5. sæti:SunnudagurSunnudagar reka lestina. Kannski ekki skrýtið, því sunnudagar eru, samkvæmt aldalöngum hefðum, hvíldardagar flestra. Þó þykir álitsgjöfum Vísis það vera kostur hversu félagslega samþykkt dagdrykkja er á sunnudögum. Gott þykir að fá sér einn bjór á Jómfrúnni og fara svo heim í kvöldmat létt hífaður.„Sunnudagur er eini dagurinn þar sem dagdrykkja er samfélagslega samþykkt meðal vinnandi fólks. Að fara á Jómfrúnna um miðjan dag og fara þaðan vel hífaður á happy hour er menningarupplifun. Eftir einn skítkaldan á happy hour drattast maður síðan heim í kvöldmat, lætur áfengið renna úr sér og sofnar værum svefni. Besta er að daginn eftir er heldur engin þynnka." „Mér finnst best að djamma á sunnudögum. Þeir eru skyldulausustu dagar miðeldriborgara og byrja oftast með ofáti í bröns. Ef maður vill er hægt að djamm og dagdrykkjuvæða brönsinn með mímósu sem er kampavínsbættur appelsínusafi. Þannig að... sunnudagar eru mínir djammdagar.“Álitsgjafar:Eðvarð Atli Birgisson, stafrænn hönnuður hjá H:N Markaðssamskiptum, Hildur Sigrún Valsdóttir, búningahönnuður, Kristjana Arnarsdóttir, þúsundþjalasmiður, Pétur Óli Gíslason, samkvæmisljón, Margrét Gústavsdóttir, fjölmiðlakona og markaðsráðgjafi, Höskuldur Sæmundsson, leikari og bjórgúrú, Gunnar Leó Pálsson, tónlistarmaður og blaðamaður, Sigtryggur Magnason, sköpunarstjóri Íslensku auglýsingastofunnar, Blaz Roca, Einir Guðlaugsson, verkfræðingur, Daníel Ólafsson, viðskiptafræðingur, Þorgeir Ólafsson, ljósmyndari, Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona, Magnús Guðmundsson, leikari, Vala Grand, Jón Gunnar Geirdal, frasakóngur Íslands, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning, Elmar Ernir Viðarsson, Bolvíkingur, Olivier Angenot lífskúnstner frá París, Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, Björn Teitsson, matargagnrýnandi, Dóri DNA, Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira