Klovn-félagar með nýja bíómynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 17:30 Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira