Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2014 20:32 Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. Formaður Félags prófessora segir mikillar óþreyju gæta meðal sinna félagsmanna en ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif. „Það mun auðvitað hafa mjög víðtæk og alvarleg áhrif komi til þess. Þetta lítur að öllum prófum í áföngum þar sem prófessorar eru umsjónakennarar, sem og öðrum prófum þar sem prófessorar koma að einhverju leyti að námskeiðinu. Verkefnaskil á þessu tímabili eru óheimil og svo framvegis. Þannig að áhrifin eru mjög víðtkæk," segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun en um 70% félagsmanna hafa þegar greitt atkvæði. Fastlega er reiknað með að verkfallsboðun verði samþykkt. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskóla á Íslandi. Nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands munu því finna fyrir áhrifum verkfallsins. Reiknað er með að jólaprófum um 8.000 nemenda frestist verði af verkfalli og því ljóst að ekki verður hægt að greiða út námslán til þessara nemenda. Rúnar segir prófessora vilja snúa til baka þeirri miklu kaupmáttarskerðingu sem félagsmenn hafi orðið fyrir undanfarin ár. Mikillar óþreyju gæti meðal prófessora. Rúnar segist bjartsýnn á að hægt verði að afstýra verkfalli. Samskiptin við samninganefnd ríkisins hafi verið jákvæð, en þó sé ljóst að nefndina skorti umboð frá fjármálaráðherra til þess að ganga að kröfum prófessora. „Það eru engir hurðaskellir og læti, menn hlusta vel hver á annan. En við höfum ekki fengið þessi formlegu viðbrögð við okkar kröfum sem við höfum óskað eftir, til þess að við getum tekið afstöðu til þess hvort við erum að ná saman eða ekki. Það þarf að gerast fyrst áður en við getum séð hversu mikið er á milli aðila," segir Rúnar. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. Formaður Félags prófessora segir mikillar óþreyju gæta meðal sinna félagsmanna en ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif. „Það mun auðvitað hafa mjög víðtæk og alvarleg áhrif komi til þess. Þetta lítur að öllum prófum í áföngum þar sem prófessorar eru umsjónakennarar, sem og öðrum prófum þar sem prófessorar koma að einhverju leyti að námskeiðinu. Verkefnaskil á þessu tímabili eru óheimil og svo framvegis. Þannig að áhrifin eru mjög víðtkæk," segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun en um 70% félagsmanna hafa þegar greitt atkvæði. Fastlega er reiknað með að verkfallsboðun verði samþykkt. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskóla á Íslandi. Nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands munu því finna fyrir áhrifum verkfallsins. Reiknað er með að jólaprófum um 8.000 nemenda frestist verði af verkfalli og því ljóst að ekki verður hægt að greiða út námslán til þessara nemenda. Rúnar segir prófessora vilja snúa til baka þeirri miklu kaupmáttarskerðingu sem félagsmenn hafi orðið fyrir undanfarin ár. Mikillar óþreyju gæti meðal prófessora. Rúnar segist bjartsýnn á að hægt verði að afstýra verkfalli. Samskiptin við samninganefnd ríkisins hafi verið jákvæð, en þó sé ljóst að nefndina skorti umboð frá fjármálaráðherra til þess að ganga að kröfum prófessora. „Það eru engir hurðaskellir og læti, menn hlusta vel hver á annan. En við höfum ekki fengið þessi formlegu viðbrögð við okkar kröfum sem við höfum óskað eftir, til þess að við getum tekið afstöðu til þess hvort við erum að ná saman eða ekki. Það þarf að gerast fyrst áður en við getum séð hversu mikið er á milli aðila," segir Rúnar.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira