„Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna“ Stefán Árni skrifar 9. nóvember 2014 18:32 „Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“ Airwaves Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
„Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“
Airwaves Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira