Rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki hafin þrátt fyrir ályktun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 8. nóvember 2014 19:04 Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira