Sviti og sviðsdýfur Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 14:05 FM Belfast sigruðu Silfurberg Vísir/Andri Marino Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino Airwaves Gagnrýni Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino
Airwaves Gagnrýni Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið