Handbolti

Grótta afgreiddi Hauka | Myndir

Það er aldrei gott að lenda í lúkunum á Önnu Úrsulu. Þessi Haukastúlka virkar hreinlega skíthrædd við hana.
Það er aldrei gott að lenda í lúkunum á Önnu Úrsulu. Þessi Haukastúlka virkar hreinlega skíthrædd við hana. vísir/valli
Grótta styrkti stöðu sína í öðru sæti Olís-deildar kvenna í kvöld með fínum sigri á Haukum.

Haukastúlkur mættu grimmar til leiks og stóðu í Gróttunni lengi vel. Jafnt var á með liðunum í leikhléi. Grótta tók aftur á móti fram úr í þeim síðari.

Grótta er með fjórtán stig í öðru sæti deildarinnar eða tveimur færri en topplið Fram. Haukar sitja sem fastast í níunda sætinu.

Grótta-Haukar  23-19 (12-12)

Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 4, Guðný Hjaltadóttir 4, Lovísa Thompson 3, Karólína Lárudóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 1.

Mörk Hauka: Marija Gedroit 7, Karen Helga Díönudóttir 5, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Silja Ísberg 1, Ásta Björk Agnarsdóttir 1.

Hér að ofan má sjá myndir sem Valgarður Gíslason tók af leiknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×