Harpa er fallegasta byggingin á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 14:30 Fallegustu byggingar landsins að mati tæplega fjörutíu álitsgjafa Vísis. Harpa er fallegasta hús landsins að mati álitsgjafa Lífsins á Vísi. Harpa hlaut yfirburðakosningu í könnun Lífsins. Álitsgjafarnir, sem voru tæplega 40 talsins, voru spurðir: „Hver er fallegasta bygging landsins? Svör þeirra endurspegla líklega hversu mörg falleg hús finnast hér landi, því svörin voru næstum því jafn misjöfn og álitsgjafarnir voru margir. Hallgrímskirkja og Sundhöll Reykjavíkur komu næst á eftir Hörpu í könnuninni. Sem fyrr segir var mikill fjöldi bygginga hér á landi nefndur, allt frá Víkurkirkju til Gamla bíós.Harpa er í efsta sæti í könnun Vísis. Langefst.1. sæti Harpa„Ég á erfitt með að segja frá fallegustu byggingunni að mínu mati án þess að fá smá samviskubit. Mikið hefur verið rætt um byggingu þessa og þá oftar en ekki í neikvæðum tón, þá sérstaklega þegar litið er til kostnaðar og því ástandi sem ríkti í þjóðfélaginu þegar hún var byggð. Þessi bygging er að sjálfsögðu Harpan í Reykjavík. Stórglæsileg bygging sem kemur til með að þjóna listum og menningu um ókomna tíð. Ef þér finnst hún ljót þá ertu bara ekki að horfa á hana rétt.“ „Harpa, gullfalleg bygging að innan og utan og ekki síður minnisvarði um þrautseygju og kraft þjóðar á ögur stundu“ „Ég hugsaði lengi hvaða bygging væri nú fallegri en Harpa og komst að því að hún er einfaldlega ekki til. Harpa er bara lang fallegasta byggingin og það verður erfitt að toppa þessa glæsihönnun.“ „Það kom bara ein bygging upp í hugann strax og það er Harpa. Stórkostlegt listaverk sem að auki hýsir fordómalaust allar tegundir tónlistar. Er búinn að fara á allskonar tónleika allt frá argasta pönki og niður í klassík. Svo er líka gott að borða þar.“ „Fallegasta bygging á Íslandi er án nokkurs vafa Harpa. Mér alveg sama hvað fólki finnst um hvernig að byggingunni var staðið og kostnaðarhliðinni. Þetta er fallegasta bygging Íslandssögunnar og við eigum að vera stolt af henni Hörpu okkar.“ „Harpa verður fallegri og fallegri með tímanum. Auk þess að vera eina byggingin á Íslandi sem hægt er að spila tölvuleikinn PONG á.“Hallgrímskirkja gnæfir yfir miðborgina og þykir einstaklega vel heppnuð bygging.2. sæti Hallgrímskirkja „Mér þykir Hallgrímskirkja fallegasta bygging landsins. Hún er tignarlegt tákn höfuðborgarinnar í mínum augum, Hönnunin er glæsileg og séríslensk með tilvísun í íslenska náttúru. Skemmtilegast þykir mér við kirkjuna hvernig hún breytist í mismunandi birtu og veðri. Stundum lítur hún út fyrir að vera silfurblá og aðra daga er hún nánast gullin. Að innan er hún svo tilgerðarlaus og falleg.“ „Hallgrímskirkja, hefur alltaf fundist hún flottust.“ „Hallgrímskirkja að vel athuguðu máli!“ „Hallgrímskirkja er fallegasta byggingin í Reykjavík. ég gifti mig í henni bara af því að hún er svo falleg. Hún stendur hátt og sést langt að og GERIR Reykjavík skyline. Hún er þjóðleg og minnir bæði á foss og stuðlaberg og jafnframt látlaus og hógvær í mikilfengleik sínum.“Sundhöll Reykjavíkur þykir stílhrein og falleg bygging. Falleg að innan sem utan.3. sæti Sundhöll Reykjavíkur„Sundhöllinn kemur strax upp í huga vegna hvernig hún er að innan.“ „Sundhöllin í Reykjavík fallegasta bygging landsins. Stílhreinn og tímalaus arkítektúr sem geymir eina elstu sundlaug landsins og hefur varðveist vel í gegnum árin.“Ásmundarsafn, Ráðhús Reykjavíkur, Norræna húsið og Stjórnarráðið þykja fallegar byggingar að mati álitsgjafa Vísis.Þessar komust líka á lista:Ráðhúsið í Reykjavík. „Þó grá og þung steypan virðist allsráðandi er byggingin gegnsæ og opin. Byggingin er hús fólksins í borginni. Vegfarendur dragast sjálfkrafa inn í bygginguna þegar þeir ganga framhjá og taka þannig um leið þátt í því sem fer fram innandyra, það er mótun borgarinnar. Öll skrifstofurými eru með opinn glugga mót tjörninni sem kemur i veg fyrir baktjaldamakk og styður við hugmyndina um gegnsæja sjálfbærni. Að lokum er Borgarráðssalurinn opinn mót götunni sem minnir borgarfulltrúa líðandi stundar á að sá sem stendur í pontu hverju sinni er fulltrúi fólksins í borginni.“Stjórnarráðið. „Fallegasta byggingin á Íslandi að mínu mati. Einfaldur og fallegur arkitektúr og hús með mikla sögu.“Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. „Glæsileg bygging á besta stað í bænum en það kallast með voldugum hætti á við Flensborgarhöfnina fyrir neðan.“Víkurkirkja. „Það óþægilega smár steinsteypuhlunkur í stórfenglegu umhverfi að veraldlegustu menn fara að efast um sjálfan sig og mannfélagið allt á meðan þeir sitja á kirkjubekk.“Kaffihúsið í listigarðinum á Akureyri. „Mér finnst það mjög flott. Passar vel í í umhverfið, virkar mjög náttúrulegt á mig. Gluggarnir þar finnst mér vera mikið atriði og vísa til trjánna í garðinum.“Norræna húsið. „Það er hannað af hinum heimsþekkta finnska arkitekt Alvar Aalto. Hann valdi staðsetningu þess af kostgæfni og eru línur hússins mótaðar undir áhrifum af landslaginu umhverfis það. Því miður hefur nú öðrum byggingum verið þröngvað þétt upp að húsinu og þannig skemmt þau heildaráhrif sem Alvar Aalto vildi ná - og náði."Ásmundarsafn. „Arkitektúrinn er einstakur og byggingin stendur í fallegu umhverfi. Ásmundur Sveinsson hannaði húsið að mestu leyti sjálfur undir áhrifum frá framandi slóðum.“ (frá Miðjarðarhafinu, kúluhúsum Araba og pýramídum Egypta.) „Rýmið er bjart og opið að innan.“ „Þessi bygging er ein af þeim sem að gleður augað og setur skemmtilegan svip sinn á borgina.“Landakotskirkja. „Kaþólska kirkjan í Reykjavík (Dómkirkja Krists konungs) er sú bygging sem mér finnst fallegust fyrir þær sakir að hún fær að standa á stóru landsvæði. Byggingarstíllinn er einnig gríðarfallegur og þegar inn er komið tekur við meiri rómantík en er að finna í nokkru húsi sem ég hef komið inn í.“Hverfisgata 45. „Verð að segja Hverfisgata 45 (gamla húsið sem var í eigu félags bókagerðamanna og stendur við hlið Þjóðleikhússins) og er nú í eigu RR hótel. Á þessu annars grámyglulega götuhorni með risastórt bílastæðahús og bari í kring og dökkt Þjóðleikhúsið eins og steinvegg fyrir aftan, er þetta bjartleita hús, sem er nýuppgert hótel, falleg sýn.“Álitsgjafar:Birkir Ingibjartsson, meistaranemi í arkítektúr, Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, ræðumaður Íslands, Hlynur Einarsson, fagurkeri,Anna Kristín Pálsdóttir, fréttaritari og nemi, Ragnheiður Vignisdóttir, listfræðingur, Aron Steinþórsson, fyrirtækjaeigandi, Stefanía Sigurðardóttir, viðburðastjóri, Snævar Jón Andrjesson, guðfræðinemi, Eyrún Elly Valsdóttir, íslenskufræðingur, Katrín Gústavsdóttir, endurskoðandi, Herbert Guðmundsson söngvari, Hermundur Rósinkranz talnaspekingur, Jón Örn Loðmfjörð skáld, Kristinn Magnússon ljósmyndari, Guðmundur Ragnar Einarsson, frumkvöðull, Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður, Atli Már Gylfason, blaðamaður, Viðar Eggertsson, útvarpsleikhússtjóri, Einar Bárðason. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Tinna Alavis, fjölmiðlakona, Ólafur Örn Ólafsson, vínþjónn, Gunnar Helgason, leikari, Níels Thibaud Girerd, fjölmiðlamaður, Erla Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur og sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtakanna, Orri Huginn, leikari, Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari, Gunnar Ingi Magnússon, Hörður Ágústsson, beikonsérfræðingur og eigandi Macland, Benedikt Karl Gröndal, leikari, Valur Grettison, upplýsingafulltrúi, Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour Ísland. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Harpa er fallegasta hús landsins að mati álitsgjafa Lífsins á Vísi. Harpa hlaut yfirburðakosningu í könnun Lífsins. Álitsgjafarnir, sem voru tæplega 40 talsins, voru spurðir: „Hver er fallegasta bygging landsins? Svör þeirra endurspegla líklega hversu mörg falleg hús finnast hér landi, því svörin voru næstum því jafn misjöfn og álitsgjafarnir voru margir. Hallgrímskirkja og Sundhöll Reykjavíkur komu næst á eftir Hörpu í könnuninni. Sem fyrr segir var mikill fjöldi bygginga hér á landi nefndur, allt frá Víkurkirkju til Gamla bíós.Harpa er í efsta sæti í könnun Vísis. Langefst.1. sæti Harpa„Ég á erfitt með að segja frá fallegustu byggingunni að mínu mati án þess að fá smá samviskubit. Mikið hefur verið rætt um byggingu þessa og þá oftar en ekki í neikvæðum tón, þá sérstaklega þegar litið er til kostnaðar og því ástandi sem ríkti í þjóðfélaginu þegar hún var byggð. Þessi bygging er að sjálfsögðu Harpan í Reykjavík. Stórglæsileg bygging sem kemur til með að þjóna listum og menningu um ókomna tíð. Ef þér finnst hún ljót þá ertu bara ekki að horfa á hana rétt.“ „Harpa, gullfalleg bygging að innan og utan og ekki síður minnisvarði um þrautseygju og kraft þjóðar á ögur stundu“ „Ég hugsaði lengi hvaða bygging væri nú fallegri en Harpa og komst að því að hún er einfaldlega ekki til. Harpa er bara lang fallegasta byggingin og það verður erfitt að toppa þessa glæsihönnun.“ „Það kom bara ein bygging upp í hugann strax og það er Harpa. Stórkostlegt listaverk sem að auki hýsir fordómalaust allar tegundir tónlistar. Er búinn að fara á allskonar tónleika allt frá argasta pönki og niður í klassík. Svo er líka gott að borða þar.“ „Fallegasta bygging á Íslandi er án nokkurs vafa Harpa. Mér alveg sama hvað fólki finnst um hvernig að byggingunni var staðið og kostnaðarhliðinni. Þetta er fallegasta bygging Íslandssögunnar og við eigum að vera stolt af henni Hörpu okkar.“ „Harpa verður fallegri og fallegri með tímanum. Auk þess að vera eina byggingin á Íslandi sem hægt er að spila tölvuleikinn PONG á.“Hallgrímskirkja gnæfir yfir miðborgina og þykir einstaklega vel heppnuð bygging.2. sæti Hallgrímskirkja „Mér þykir Hallgrímskirkja fallegasta bygging landsins. Hún er tignarlegt tákn höfuðborgarinnar í mínum augum, Hönnunin er glæsileg og séríslensk með tilvísun í íslenska náttúru. Skemmtilegast þykir mér við kirkjuna hvernig hún breytist í mismunandi birtu og veðri. Stundum lítur hún út fyrir að vera silfurblá og aðra daga er hún nánast gullin. Að innan er hún svo tilgerðarlaus og falleg.“ „Hallgrímskirkja, hefur alltaf fundist hún flottust.“ „Hallgrímskirkja að vel athuguðu máli!“ „Hallgrímskirkja er fallegasta byggingin í Reykjavík. ég gifti mig í henni bara af því að hún er svo falleg. Hún stendur hátt og sést langt að og GERIR Reykjavík skyline. Hún er þjóðleg og minnir bæði á foss og stuðlaberg og jafnframt látlaus og hógvær í mikilfengleik sínum.“Sundhöll Reykjavíkur þykir stílhrein og falleg bygging. Falleg að innan sem utan.3. sæti Sundhöll Reykjavíkur„Sundhöllinn kemur strax upp í huga vegna hvernig hún er að innan.“ „Sundhöllin í Reykjavík fallegasta bygging landsins. Stílhreinn og tímalaus arkítektúr sem geymir eina elstu sundlaug landsins og hefur varðveist vel í gegnum árin.“Ásmundarsafn, Ráðhús Reykjavíkur, Norræna húsið og Stjórnarráðið þykja fallegar byggingar að mati álitsgjafa Vísis.Þessar komust líka á lista:Ráðhúsið í Reykjavík. „Þó grá og þung steypan virðist allsráðandi er byggingin gegnsæ og opin. Byggingin er hús fólksins í borginni. Vegfarendur dragast sjálfkrafa inn í bygginguna þegar þeir ganga framhjá og taka þannig um leið þátt í því sem fer fram innandyra, það er mótun borgarinnar. Öll skrifstofurými eru með opinn glugga mót tjörninni sem kemur i veg fyrir baktjaldamakk og styður við hugmyndina um gegnsæja sjálfbærni. Að lokum er Borgarráðssalurinn opinn mót götunni sem minnir borgarfulltrúa líðandi stundar á að sá sem stendur í pontu hverju sinni er fulltrúi fólksins í borginni.“Stjórnarráðið. „Fallegasta byggingin á Íslandi að mínu mati. Einfaldur og fallegur arkitektúr og hús með mikla sögu.“Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. „Glæsileg bygging á besta stað í bænum en það kallast með voldugum hætti á við Flensborgarhöfnina fyrir neðan.“Víkurkirkja. „Það óþægilega smár steinsteypuhlunkur í stórfenglegu umhverfi að veraldlegustu menn fara að efast um sjálfan sig og mannfélagið allt á meðan þeir sitja á kirkjubekk.“Kaffihúsið í listigarðinum á Akureyri. „Mér finnst það mjög flott. Passar vel í í umhverfið, virkar mjög náttúrulegt á mig. Gluggarnir þar finnst mér vera mikið atriði og vísa til trjánna í garðinum.“Norræna húsið. „Það er hannað af hinum heimsþekkta finnska arkitekt Alvar Aalto. Hann valdi staðsetningu þess af kostgæfni og eru línur hússins mótaðar undir áhrifum af landslaginu umhverfis það. Því miður hefur nú öðrum byggingum verið þröngvað þétt upp að húsinu og þannig skemmt þau heildaráhrif sem Alvar Aalto vildi ná - og náði."Ásmundarsafn. „Arkitektúrinn er einstakur og byggingin stendur í fallegu umhverfi. Ásmundur Sveinsson hannaði húsið að mestu leyti sjálfur undir áhrifum frá framandi slóðum.“ (frá Miðjarðarhafinu, kúluhúsum Araba og pýramídum Egypta.) „Rýmið er bjart og opið að innan.“ „Þessi bygging er ein af þeim sem að gleður augað og setur skemmtilegan svip sinn á borgina.“Landakotskirkja. „Kaþólska kirkjan í Reykjavík (Dómkirkja Krists konungs) er sú bygging sem mér finnst fallegust fyrir þær sakir að hún fær að standa á stóru landsvæði. Byggingarstíllinn er einnig gríðarfallegur og þegar inn er komið tekur við meiri rómantík en er að finna í nokkru húsi sem ég hef komið inn í.“Hverfisgata 45. „Verð að segja Hverfisgata 45 (gamla húsið sem var í eigu félags bókagerðamanna og stendur við hlið Þjóðleikhússins) og er nú í eigu RR hótel. Á þessu annars grámyglulega götuhorni með risastórt bílastæðahús og bari í kring og dökkt Þjóðleikhúsið eins og steinvegg fyrir aftan, er þetta bjartleita hús, sem er nýuppgert hótel, falleg sýn.“Álitsgjafar:Birkir Ingibjartsson, meistaranemi í arkítektúr, Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, ræðumaður Íslands, Hlynur Einarsson, fagurkeri,Anna Kristín Pálsdóttir, fréttaritari og nemi, Ragnheiður Vignisdóttir, listfræðingur, Aron Steinþórsson, fyrirtækjaeigandi, Stefanía Sigurðardóttir, viðburðastjóri, Snævar Jón Andrjesson, guðfræðinemi, Eyrún Elly Valsdóttir, íslenskufræðingur, Katrín Gústavsdóttir, endurskoðandi, Herbert Guðmundsson söngvari, Hermundur Rósinkranz talnaspekingur, Jón Örn Loðmfjörð skáld, Kristinn Magnússon ljósmyndari, Guðmundur Ragnar Einarsson, frumkvöðull, Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður, Atli Már Gylfason, blaðamaður, Viðar Eggertsson, útvarpsleikhússtjóri, Einar Bárðason. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Tinna Alavis, fjölmiðlakona, Ólafur Örn Ólafsson, vínþjónn, Gunnar Helgason, leikari, Níels Thibaud Girerd, fjölmiðlamaður, Erla Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur og sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtakanna, Orri Huginn, leikari, Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari, Gunnar Ingi Magnússon, Hörður Ágústsson, beikonsérfræðingur og eigandi Macland, Benedikt Karl Gröndal, leikari, Valur Grettison, upplýsingafulltrúi, Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour Ísland.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira