Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Hrund Þórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:55 Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“ Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira