Austasti bær landsins lengist enn til austurs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2014 19:00 Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00