Jafnlaunastefna sveitarfélaganna Gróa Margrét Valdimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 12:09 Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun