Þorsteinn rétthafi lénsins DV.is: "Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2014 17:47 Jón Trausti fer fram á það við Þorstein að hann svari fyrir sig. vísir/anton „Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Sú breyting hefur verið gerð á skráningu vefsíðunnar DV.is að lénið er nú skráð á Þorstein Guðnason, stjórnarformann DV, en ekki á DV ehf. Með öðrum orðum er vefsíðan ekki lengur í eigu einkahlutafélagsins heldur Þorsteins. „Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök því mér finnst þetta mjög alvarlegt mál.“ Jón Trausti spyr einnig Þorstein hvort hann hafi greitt fyrir lénið þar sem vefurinn er það verðmætasta innan DV. „Þetta er þriðji stærsti vefur landsins og nú er búið að flytja frá DV.is yfir á einstakling. Ég veit að sumir hluthafar hafi áhyggjur af þessu og það eðlilegt að hann svari fyrir þetta.“ Samkvæmt upplýsingum um skráningu léna á vefsíðunni ISNIC.is var síðasta breyting á skráningarskírteini DV.is gerð þann 10. október síðastliðinn. Nú er Þorsteinn einnig skráður sem greiðandi að léninu. DV.is er stærsta eign DV ehf. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann fyrr í dag.Uppfært klukkan 18:11 „Það stóð aldrei til að breyta því að DV ehf er rétthafi DV.is lénsins. Það þurfti að breyta um tæknilegan tengilið og greiðanda fyrir lénið í skráningunni hjá Isnic vegna mannabreytinga á DV í haust. Eitthvað skolaðist til í þeirri umskráningu. Verið er að kippa þessu í liðinn og skrá DV ehf sem rétthafa lénsins,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson í tölvupósti sem hann sendi til fréttastofu undir kvöld. Tengdar fréttir Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is DV.is er ekki lengur í eigu DV ehf. 5. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Sú breyting hefur verið gerð á skráningu vefsíðunnar DV.is að lénið er nú skráð á Þorstein Guðnason, stjórnarformann DV, en ekki á DV ehf. Með öðrum orðum er vefsíðan ekki lengur í eigu einkahlutafélagsins heldur Þorsteins. „Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök því mér finnst þetta mjög alvarlegt mál.“ Jón Trausti spyr einnig Þorstein hvort hann hafi greitt fyrir lénið þar sem vefurinn er það verðmætasta innan DV. „Þetta er þriðji stærsti vefur landsins og nú er búið að flytja frá DV.is yfir á einstakling. Ég veit að sumir hluthafar hafi áhyggjur af þessu og það eðlilegt að hann svari fyrir þetta.“ Samkvæmt upplýsingum um skráningu léna á vefsíðunni ISNIC.is var síðasta breyting á skráningarskírteini DV.is gerð þann 10. október síðastliðinn. Nú er Þorsteinn einnig skráður sem greiðandi að léninu. DV.is er stærsta eign DV ehf. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann fyrr í dag.Uppfært klukkan 18:11 „Það stóð aldrei til að breyta því að DV ehf er rétthafi DV.is lénsins. Það þurfti að breyta um tæknilegan tengilið og greiðanda fyrir lénið í skráningunni hjá Isnic vegna mannabreytinga á DV í haust. Eitthvað skolaðist til í þeirri umskráningu. Verið er að kippa þessu í liðinn og skrá DV ehf sem rétthafa lénsins,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson í tölvupósti sem hann sendi til fréttastofu undir kvöld.
Tengdar fréttir Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is DV.is er ekki lengur í eigu DV ehf. 5. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira