Viðhafnarútgáfa Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 16:15 Viðhafnarútgáfa Porsche Panamera. Á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst nú í mánuðinum mun Porsche kynna þessa viðhafnarútgáfu Panamera bílsins sem aðeins verður framleiddur í 100 eintökum. Þar fer enginn letingi því hann verður með 570 hestafla vél, enda er þessi bíll byggður á Panamera Turbo S. Hann er af lengri gerð Panamera og því er aftursætisrýmið af stærri gerðinni. Bíllinn fær sérstaka tveggja lita sprautun þar sem svartur litur rennur út í heslihnetubrúnan. Allir bílarnir eru handsprautaðir. Að innan er glæsileikinn meiri heldur en áður hefur sést í Panamera og eðalleðrið sem notað er í bílnum er í sama lit og heslihnetu brúni liturinn að utan. Smíðaður af Porsche Exclusive factory Aftursætisfarþegar geta notið margmiðlunarkerfis með 10,1 tommu stórum skjám sem festir eru aftaná framsætin. Er í þeim innbyggt DVD drif og skjárinn er snertiskjár. Á honum má einnig fara í netið. Hver bíll er merktur frá 1-100. Það er sérstök deild innan fyrirtækisins, Porsche Exclusive factory sem sér um smíði bílsins, en þessi deild hefur verið starfrækt frá árinu 1986 en þar er kappkostað að bjóða það allra flottasta sem nútíminn getur boðið hverju sinni. Með bílnum fást sérhannað 5 stórglæsilegt ferðatöskusett sem saumað er úr sama leðri og sætin í bílnum. Þessi lúxus allur er alls ekki gefins því bíllinn mun kosta litlar 249.877 evrur, eða 39 milljónir. Aðeins verða framleiddir bílar með stýrið vinstra megin svo ríkir Bretar gráta sig í svefn eftir lesturinn um bílinn góða. Þrátt fyrir allt afl bílsins eyðir hann aðeins 6,4-10,1 lítra bensíns, eftir því hvort honum er ekið innanbæjar eða á utan, en meðaleyðslan er uppgefin 7,9 lítrar og mengunin er 245 g/km.Alls ekki slorlegt innnarými. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst nú í mánuðinum mun Porsche kynna þessa viðhafnarútgáfu Panamera bílsins sem aðeins verður framleiddur í 100 eintökum. Þar fer enginn letingi því hann verður með 570 hestafla vél, enda er þessi bíll byggður á Panamera Turbo S. Hann er af lengri gerð Panamera og því er aftursætisrýmið af stærri gerðinni. Bíllinn fær sérstaka tveggja lita sprautun þar sem svartur litur rennur út í heslihnetubrúnan. Allir bílarnir eru handsprautaðir. Að innan er glæsileikinn meiri heldur en áður hefur sést í Panamera og eðalleðrið sem notað er í bílnum er í sama lit og heslihnetu brúni liturinn að utan. Smíðaður af Porsche Exclusive factory Aftursætisfarþegar geta notið margmiðlunarkerfis með 10,1 tommu stórum skjám sem festir eru aftaná framsætin. Er í þeim innbyggt DVD drif og skjárinn er snertiskjár. Á honum má einnig fara í netið. Hver bíll er merktur frá 1-100. Það er sérstök deild innan fyrirtækisins, Porsche Exclusive factory sem sér um smíði bílsins, en þessi deild hefur verið starfrækt frá árinu 1986 en þar er kappkostað að bjóða það allra flottasta sem nútíminn getur boðið hverju sinni. Með bílnum fást sérhannað 5 stórglæsilegt ferðatöskusett sem saumað er úr sama leðri og sætin í bílnum. Þessi lúxus allur er alls ekki gefins því bíllinn mun kosta litlar 249.877 evrur, eða 39 milljónir. Aðeins verða framleiddir bílar með stýrið vinstra megin svo ríkir Bretar gráta sig í svefn eftir lesturinn um bílinn góða. Þrátt fyrir allt afl bílsins eyðir hann aðeins 6,4-10,1 lítra bensíns, eftir því hvort honum er ekið innanbæjar eða á utan, en meðaleyðslan er uppgefin 7,9 lítrar og mengunin er 245 g/km.Alls ekki slorlegt innnarými.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent