Fótbolti

Cech og Rosicky báðir í hópnum á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tomas Rosicky og Petr Cech.
Tomas Rosicky og Petr Cech. Vísir/Getty
Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékka í knattspyrnu, hefur tilkynnt 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn á móti Íslandi í undankeppni EM en þarna mætast tvö lið sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum.

Vrba valdi bæði Petr Cech (Chelsea) og Tomás Rosický (Arsenal) í hópinn sinn en helmingur hans spilar í heimalandinu. Cech og Rosický eru tveir af fjórum leikmönnum hópsins sem spila með Meistaradeildarliðum en hinir eru  markvörðurinn Tomás Vaclík og varnarmaðurinn Marek Suchý sem báðir spila með svissneska liðinu Basel.

Leikur Tékk og Íslands fer fram í Plzen sunnudaginn 16. nóvember en Vrba valdi fimm leikmenn frá Viktoria Plzen í hópinn sinn þar af eru þrír varnarmenn. Sex leikmenn koma frá Sparta Prag en þessi tvö félög eru í efstu sætunum í tékknesku deildinni.  

Petr Cech er orðinn varamarkvörður Chelsea en hann er leikreyndasti leikmaður hópsins með 111 landsleiki. Tomás Rosický spilar hinsvegar væntanlega sinn 99. landsleik í leiknum á móti Íslandi.

Vísir/Getty
Landsliðshópur Tékklands á móti Íslandi:

Markverðir:

Petr Cech,  Chelsea

Tomás Vaclík, Basel

David Bicík, Sparta Prag

Varnarmenn:

Pavel Kaderábek, Sparta Prag

Radim Řezník, Viktoria Plzen

Michal Kadlec, Fenerbahce

Marek Suchý, Basel

David Limberský, Viktoria Plzen

Václav Procházka, Viktoria Plzen

Daniel Pudil, Watford

Tomáš Sivok, Besiktas

Miðjumenn:

Vladimír Darida, Freiburg

Borek Dockal, Sparta Prag

Tomás Horava, Viktoria Plzen

Ladislav Krejcí, Sparta Prag

Václav Pilar, Viktoria Plzen

Jaroslav Plasil, Bordeaux

Tomás Rosický, Arsenal

Lukás Vácha, Sparta Prag

Sóknarmenn:

David Lafata, Sparta Prag

Tomás Necid, Zwolle   

Matěj Vydra, Watford




Fleiri fréttir

Sjá meira


×