Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 12:37 „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ vísir/stefán Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira