Handbolti

Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Sigurðsson þjálfar nú lið HK.
Bjarki Sigurðsson þjálfar nú lið HK. Vísir/Stefán
Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta.

Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu.

„Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur.

„Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri.

„Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki.

„Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki.

„Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.

Viðtalið við Bjarka Sigurðsson.

Tengdar fréttir

Erum dálítið að sofna á verðinum

"Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega




Fleiri fréttir

Sjá meira


×