Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:07 Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira