Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. nóvember 2014 11:34 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum bauðst Skattrannsóknastjóra á dögunum að kaupa lista af erlendum aðila með nöfnum fjölda Íslendinga sem grunur leikur á að hafi stundað skattaundanskot í útlendum skattaskjólum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður að því í Bítinu á Byljgunni í morgun hvort til standi að kaupa listann. Hann segir að nú sé unnið að frumvarpi þar sem þeim sem ekki hafi gert hreint fyrir sínum dyrum í þessum máli fái takmarkaðan tíma til að gera það og sleppa þannig við dóm, en greiða þess í stað ákveðið álag á skattaskuldina. Slíkar aðferðir hafa reynst vel í öðrum löndum, eins og í Bretlandi og í Þýskalandi Bjarni tjáði sig um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann: „Varðandi listann sjálfan þá viljum að það sé í endanum á höndum skattrannsóknarstjóra og þeim sem fara fyrir þessum málum að meta það hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að fá þessar upplýsingar, hversu vel þær muni nýtast og við viljum greiða götu þess alveg eins og þörf krefur. Mér finnst vera, eftir þá vinnu sem við höfum farið í, í ráðuneytinu, aðeins óljóst hvort það sé í raun og veru þörf fyrir einhverjar lagabreytingar. Mér sýnist að svo sé ekki. Þar af leiðandi dugi fyrir viðkomandi eftirlitsaðila að vita af stuðningi frá okkur.“ Hlusta má á viðtalið við Bjarna í heild sinni í spilaranum að ofan. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum bauðst Skattrannsóknastjóra á dögunum að kaupa lista af erlendum aðila með nöfnum fjölda Íslendinga sem grunur leikur á að hafi stundað skattaundanskot í útlendum skattaskjólum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður að því í Bítinu á Byljgunni í morgun hvort til standi að kaupa listann. Hann segir að nú sé unnið að frumvarpi þar sem þeim sem ekki hafi gert hreint fyrir sínum dyrum í þessum máli fái takmarkaðan tíma til að gera það og sleppa þannig við dóm, en greiða þess í stað ákveðið álag á skattaskuldina. Slíkar aðferðir hafa reynst vel í öðrum löndum, eins og í Bretlandi og í Þýskalandi Bjarni tjáði sig um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann: „Varðandi listann sjálfan þá viljum að það sé í endanum á höndum skattrannsóknarstjóra og þeim sem fara fyrir þessum málum að meta það hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að fá þessar upplýsingar, hversu vel þær muni nýtast og við viljum greiða götu þess alveg eins og þörf krefur. Mér finnst vera, eftir þá vinnu sem við höfum farið í, í ráðuneytinu, aðeins óljóst hvort það sé í raun og veru þörf fyrir einhverjar lagabreytingar. Mér sýnist að svo sé ekki. Þar af leiðandi dugi fyrir viðkomandi eftirlitsaðila að vita af stuðningi frá okkur.“ Hlusta má á viðtalið við Bjarna í heild sinni í spilaranum að ofan.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira