Bíó og sjónvarp

Paul Walker stjarnan í fyrstu stiklunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Búið er að frumsýna fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Furious 7, þeirri sjöundu í röðinni í Fast & the Furious-seríunni.

Leikarinn heitni Paul Walker er tvímælalaust stjarna stiklunnar en hann lést í bílslysi þann 30. nóvember í fyrra, fertugur að aldri.

Við andlát Pauls var gert hlé á framleiðslu myndarinnar en bræður hans Caleb og Cody voru síðar fengnir til að ljúka við gerð myndarinnar.

Í öðrum hlutverkum eru Vin Diesel, Jason Statham, Michelle Rodriguez, Jordana Brewster og Dwayne „The Rock“ Johnson.

Myndin verður frumsýnd vestan hafs þann 3. apríl á næsta ári.


Tengdar fréttir

Hollywood syrgir Paul Walker

Fast and the Furious-stjarnan Paul Walker lést í skelfilegu bílslysi í nótt fertugur að aldri.

Vin Diesel tjáir sig um dauða Paul Walker

"Ég vildi að þú gætir séð heiminn núna og þessu miklu áhrif sem þú hefur haft á hann, á okkur, á mig. Ég mun alltaf elska þig eins og bróðurinn sem þú varst mér,“ skrifaði Vin Diesel á Facebook síðu sína.

Paul Walker látinn

Fast and the Furious-stjarnan lést í bílslysi í gær.

Paul Walker brann

Við krufningu kom í ljós að banamein Paul Walkers var ekki einungis höggið sem hann fékk í bílslysi, heldur líka brunasár.

Paul Walker kvaddur

Foreldrar leikarans voru viðstaddir, bræður hans og fleiri fjölskyldumeðlmir, ásamt nánum vinum leikarans.

Stal hlutum úr flaki bifreiðar Paul Walkers

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í gær ungan karlmann fyrir að stela hlutum úr flaki bifreiðar leikarans Paul Walker sem lést bílslysi á laugardag.

Óvíst hvort að Fast and the Furious haldi áfram

Óvissa ríkir um framtíð kvikmyndaseríunnar Fast and the Furious í kjölfar andláts Paul Walker um helgina. Stór hluti sjöundi myndarinnar í seríunni hefur verið festur á filmu en nú er ljóst að klára þarf tökur án Walker.

Paul Walker verður í Fast and Furious 7

Framleiðendur sjöundu Fast and Furious-myndarinnar hafa loksins tekið ákvörðun um afdrif persónu leikarans Pauls Walker, en hann lést í bílslysi í lok nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.