„Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:44 Frá skrúðgöngu tónlistarkennara í seinustu viku. Vísir/Valli „Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah. Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
„Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah.
Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56
500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53
Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59
Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56
Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59