Handbolti

Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur var ekki líkur sjálfum sér í dag.
Guðjón Valur var ekki líkur sjálfum sér í dag. vísir/stefán
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, tekur tapið í Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 á sig, en hann brenndi af mörgum dauðafærum og skoraði „aðeins“ þrjú mörk úr átta skotum.

„Eins og ég sagði við strákanna eftir leik þá fer þetta alfarið á minn reikning. Ég klúðraði alltof mörgum færum í þessum leik til að við ættum séns. Ef ég hefði nýtt öll þessi færi hefðum við unnið þennan leik, það er nokkuð ljóst,“ segir Guðjón Valur í samtali við Sport.is sem var á leiknum í Bar.

„Það voru margir tæknifeilar og mörg dauðafæri sem við misnotuðum. Þetta var leikur sem mér finnst að við eigum að vinna en við klúðruðum þessu sjálfir," bætti fyrirliðinn við.

Hann var mjög ósáttur við eigin spilamennsku. „Það var mikið áfall fyrir mig persónulega hvernig ég spilaði hérna í dag,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×