Íslendingaliðið Sandnes Ulf féll úr norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á ótrúlegan hátt í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Start.
Sandnes var yfir, 3-1, þegar komið var fram í uppbótartíma, en þá fékk landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á sig tvö mörk sem varð til þess að liðið innbyrti aðeins eitt stig.
Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Start og skoraði Guðmundur fyrsta mark heimamanna.
Svo virtist sem Sandnes ætlaði að halda sér á lífi fyrir lokaumferðina, en á sama tíma unnu Birkir Már Sævarsson og félagar mikilvægan 2-1 sigur á Hirti Loga Valgarðssyni og hans mönnum í Sogndal í miklum fallbaráttuslag.
Brann komst með sigrinum í 26 stig og er í umpilssætinu, en Sogndal sæti neðar, í fallsæti, með 24 stig. Þar til að mörkunum tveimur kom hjá Sandnes var liðið einnig með 24 stig, en það varð af tveimur mikilvægum stigum í uppbótartímanum og er því fallið í 1. deild.
Ljóst er að annað hvort fellur Brann eða Sogndal með Sandnes, en Brann mætir Haugasundi í lokaumferðinni á sama tíma og Hjörtur og félagar spila við Stabæk. Mikil spenna.
Viking vann loks aftur leik í deildinni eftir átta leiki án sigurs. Allir Íslendingarnir nema Steinþór Freyr Þorsteinsson voru í byrjunarliðinu í dag þegar Viking vann GuðmundÞórarinsson og samherja hans í Sarpsborg, 1-0.
Velgengni Lilleström þessa dagana hættir ekki, en liðið vann 4-0 sigur á Bodö/Glimt á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, sem skoraði þrennu í síðasta leik, lét eitt mark duga að þessu sinni.
Þá stóð Hólmar Örn Eyjólfsson allan tímann í vörn Rosenborg sem lagði Odd, 1-0, á útivelli. Áttundi sigur Rosenborg í síðustu níu leikjum, en það hefur verið óstöðvandi síðasta þriðjung deildarinnar. Molde þó fyrir löngu orðið Noregsmeistari.
Sandnes fékk tvö mörk á sig í uppbótartíma og féll
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
