Verkfall lækna: "Gríðarlegar áhyggjur af komandi viku” Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2014 18:54 Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira