Erlent

Rannsóknin gæti tekið ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Rannsakendur segja mögulegt að rannsóknin á slysinu hjá SpaceShipTwo, geimfari Virgin Galactic, gæti tekið allt að ár. Richard Branson, eigandi Virgin segir að starf fyrirtækisins muni halda áfram, en á meðan á rannsókninni stendur má fyrirtæki Richard Branson halda áfram vinnu sinni að því að koma ferðamönnum í geiminn.

Flugmaðurinn Michael Tyner Alsbury lét lífið þegar geimfarið sprakk í loft upp, en Peter Siebold komst lífs af.

Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bandaríkjunum, Christopher A. Hart segir að ekki sé vitað hvernig Siebold komst út úr farinu, því þeim hafi ekki gefist tækifæri til að ræða við hann.

Hann segir að þar sem um tilraunaflug hefði verið að ræða búi þeir þegar yfir miklum upplýsingum. Meðal annars hafi sex myndavélar tekið slysið upp.

Eins og áður hefur komið fram ætlar Branson að halda áfram starfi fyrirtækisins, en hann hefur boðið þeim viðskiptavinum sem þegar hafa greitt fyrir geimferð endurgreiðslu. Meðal þeirra sem hafa þegar greitt eru Stephen Hawking, Justin Bieber, Aston Kutcher og Russel Brand, samkvæmt AP fréttaveitunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×