Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 10:04 Vísir/AFP Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira