Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 10:04 Vísir/AFP Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira