Erlent

Vígamenn IS frömdu fjöldamorð í Vestur Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir hafa tekið minnst 50 meðlimi ættbálks í Vestur Írak af lífi. BBC hefur eftir fólki á svæðinu að bæði konum og körlum hafi verið stillt upp  og þau skotin fyrir að hafa veitt IS mótþróa.

Fyrr í vikunni fannst fjöldi fólks úr sama ættbálki í fjöldagröfum, samkvæmt frétt BBC.

Ættbálkurinn hafði gengið til liðs við yfirvöld í Bagdad í baráttunni gegn Íslamska ríkinu sem stjórnar stórum hluta af Vestur Írak. Bandaríkin vörpuðu matarbyrgðum til ættbálksins fyrir nokkrum dögum.

Greinendur sem BBC ræddi við segja þessar aðgerðir IS vera hluta af taktík þeirra. Markmiðið sé að draga baráttuvilja úr fólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×