Þórey og blaðamenn DV leita sátta Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2014 19:47 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Jóhann Páll Jóhansson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV. „Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45
Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28
Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37