Þórey og blaðamenn DV leita sátta Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2014 19:47 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Jóhann Páll Jóhansson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV. „Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45
Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28
Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37