Ford segir upp 20% í B-Max verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 15:47 Ford B-Max. Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent