Blússandi barnabókasala Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Það hefur ávallt gefist vel að gefa út bækur fyrir blessuð börnin, og nú sem aldrei fyrr. Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira