Innlent

Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar

Sveinn Arnarsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Í bókuninni segir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir áhyggjum af framtíð flugvallarins.
Í bókuninni segir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir áhyggjum af framtíð flugvallarins. Vísir/Pjetur/Loftmyndir
Bókun um málefni Reykjavíkurflugvallar var samþykkt með átta atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í kvöld eftir miklar umræður. Í bókuninni segir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir áhyggjum af framtíð flugvallarins.

„Við höfum áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast hjá Reykjavíkurborg og viljum ekki að neinar óafturkræfar framkvæmdir hefjist á svæði Reykjavíkurflugvallar fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum, segir Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar. „Það er gríðarlegt hagsmunamál hér hjá okkur á Akureyri á Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað eða að fundinn verði annar kostur, sem allir geta verið sáttir við.“

Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins; þau Logi Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir úr Samfylkingunni og Margrét Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu bókunarinnar.

Með bókuninni skorar bæjarstjórn Akureyrar á Reykjavíkurborg að endurskoða það að leyfa byggingar á Hlíðarendasvæðinu með það að markmiðið að tryggt sé að byggðin og neyðarbrautin svokallaða eigi samleið. Þá er flugvöllurinn jafnframt sagður lífsnauðsynleg tenging landsbyggðanna við höfuðborgina og að borgarstjórn Reykjavíkur verði að viðurkenna víðtækt hlutverk borgarinnar.


Tengdar fréttir

Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95%

Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað.

Efast um að meirihluti þingmanna styðji málið

Halldór Halldórsson efast um að meirihluti þingmanna styðji frumvarp þessa efnis að færa skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir innanríkisráðherra og Alþingi.

Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll

Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri.

Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt

Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×