Innlent

Lokað þinghald í vændiskaupamáli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkissaksóknari hefur ákært 40 einstaklinga fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi.
Ríkissaksóknari hefur ákært 40 einstaklinga fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Vísir/Getty
Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag verður þinghald lokað í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa.

Einar Tryggvason, aðstoðarsaksóknari, segir ekki liggja fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann krafðist þess af hálfu ákæruvaldsins að þinghald yrði opið en

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því.

Vísaði hann til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum.

Í liðinni viku var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×