Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2014 13:17 Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira