Erlent

Tony Hawk prófaði svifbretti

Samúel Karl Ólason skrifar
Tony Hawk á brettinu.
Tony Hawk á brettinu. Skjáskot
Hjólabrettahetjan Tony Hawk prófaði nýverið svifbretti Hendo fyrirtækisins sem kynnt var í síðasta mánuði. Ekki virðist honum ganga vel á brettinu, en þó betur en mörgum. Greinilegt er að ekki er hægt að stýra brettinu, þegar á það er stigið, en um frumgerð er að ræða.

Tony Hawk hefur áður verið í myndbandi sem sýndi hann prófa svifbretti. Um var að ræða grín og þurfti hann að biðja aðdáendur sína sem urðu fyrir vonbrigðum afsökunar. Margir tóku myndbandinu sem ekta og héldu að svifbrettið væri ekta.

Hendo svifbrettið var gert opinbert í síðasta mánuði.
Greg Henderson, uppfinningamaður svifbrettisins, segir það hafa verið góða kynningu á fyrirtæki sínu og þá sviftækni sem hann þróar. Enn sem komið er virkar það eingöngu á yfirborði úr málmi, en hann sér fyrir sér að hægt sé að nota hana til að flytja þunga hluti á mjög hagkvæman hátt.






Tengdar fréttir

Kynntu svifbretti sem virkar

„Við vonumst til þess að geta hafið framleiðslu fyrir 21. október 2015. Áður en Marty kemur,“ segir Greg Henderson, uppfinningamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×