Innlent

Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar

Atli Ísleifsson skrifar
„Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík.

Lóa Pind leitaði svara við því í fimmta þætti Bresta hvort íslenskan sé í útrýmingarhættu. Þegar Lóa Pind fór að rýna svo betur í stöðu tungunnar kom í ljós að ýmsir telja að íslenskan geti verið í háska eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar.

Þannig segir hópur um 200 evrópskra sérfræðinga, sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála: Íslenska er í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi, á eftir maltnesku.

Væri þá ekki ódýrast fyrir okkur að fara á samningafund með Google og fá að kaupa talgreininn þeirra sem snýr að íslenskunni?

„Þá þurfum við að kaupa frumkóðann þeirra og það er eitthvað sem ég held að þeir láti ekki frá sér,“ segir Hrafn sem veltir því þó fyrir sér hvað gerist ef við gerum þetta ekki. „Ef börn okkar alast upp við það að geta ekki notað sitt eigið móðurmál til að tala við þessi tæki. [...] Ef við lítum til langs tíma, er íslenskan þá ekki bara í hættu?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×