Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 12:03 Verjendur og sakborningar áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Karl Wernerson er til vinstri í aftari röð. Vísir/GVA „Ég er því saklaus af þeim ákæruliðum sem að mér beinast,” sagði Karl Wernersson, fyrrum stjórnarformaður Milestone, við upphaf aðalmeðferðar í morgun í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fimm öðrum aðilum vegna meintra umboðssvika er Ingunn Wernersdóttir seldi hlutabréf sín í Milestone. Aðalmeðferðin hófst á stuttri yfirlýsingu frá Karli þar sem hann fór yfir málið eins og það snýr að honum. Hann sagðist meðal annars gáttaður yfir ákærunni á málinu og sagði það ekki geta verið umboðssvik þegar Milestone fjármagnaði hlutabréfakaup sem félagið sjálft hefði allt eins getað verið kaupandi að. Karl sagði það ósanngjarnt að halda því fram að greiðslur Milestone til Ingunnar vegna sölu hennar á hlutabréfum í félaginu hafi farið fram í tómarúmi. Allir aðilar vissu af hverju verið væri að inna greiðslurnar af hendi og skýrir samningar hefðu legið fyrir um það allt. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Ásamt Karli eru Steingrímur Wernersson, bróðir hans og meðeigandi í Milestone, og Guðmundur Ólason, forstjóri félagsins ákærðir. Þá eru þrír endurskoðendur KPMG einnig ákærðir í málinu. Saksóknari telur að Karl, Steingrímur Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu.Vildi leysa málið hratt og vel Eftir að Karl hafði lesið upp yfirlýsingu sína tók saksóknari, Arnþrúður Þórarinsdóttir, til við spyrja hann út í málið. Dróst skýrslutaka saksóknara á langinn og fór langt fram yfir áætlaðan tíma. Dómari spurði hana meðal annars ítrekað hvort það væri nokkuð langt eftir og varð einum verjanda það á orði að saksóknara stjórnaði ekki í réttarsalnum. Verjandi Karls gerði einnig ítrekað athugasemdir við spurningar saksóknara og taldi hana endurtekið spyrja út í hluti sem skjólstæðingur hans væri búinn að svara. Við skýrslutökuna greindi Karl meðal annars frá því að Ingunn hafi haustið 2005 óskað eftir að selja hlut sinn í Milestone. „Þetta bar brátt að og það var ljóst að ég vildi leysta þetta hratt og vel. Við leituðum því ráðgjafar hjá lögmönnum og endurskoðendum um hvernig hægt væri að ganga frá sölunni á þessum,” sagði Karl, aðspurður um upphaf þess að Ingunn óskaði eftir að selja bréf sín í Milestone.Steingrímur Wernerson fyrir miðri mynd ásamt verjendum.Vísir/GVAEkki bannað að félög í sömu eigu eigi viðskipti sín á milli Kaup á bréfunum voru fjármögnuð af Milestone. Útbúnir voru ýmsir kaup-og söluréttarsamningar vegna bréfanna og var þar vísað í ýmsa aðila sem gátu keypt bréfin. Ástæða þess var sú að ekki lá fyrir þegar Ingunn seldi bréf sín í Milestone hver yrði endanlegur kaupandi bréfanna. Í samningunum voru mögulegir kaupendur bræðurnir Karl og Steingrímur og félög þeim tengd. Þar á meðal voru erlendu eignarhaldsfélögin Milestone Import Export (MIE) og Leiftri. Saksóknari spurði Karl út í hvenær lá fyrir hver yrði endanlegur kaupandi bréfa Ingunnar. „Það var ýmsum hugmyndum kastað fram á árinu 2006. [...] Það er svo í raun ekki fyrr en við gerð ársreiknings 2006 að ákveðið er að Leiftri verði endanlegur eigandi bréfanna. MIE fjármagnar kaup Leiftra og tekur til þess lán hjá Milestone,” sagði Karl. Hann sagði fimm aðila hafa unnið að útfærslu á því hver yrði endanlegur eigandi bréfanna; hann, Steingrímur og Guðmundur auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Milestone, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra félagsins. Saksóknari spurði Karl út í ýmislegt varðandi kaup-og söluréttarsamningana og greiðsluáætlun Milestone til Ingunnar. Karl gat ekki svarað öllum spurningum saksóknara. Hann gat til að mynda ekki gert grein fyrir því hvernig greiðslur Milestone til Ingunnar voru fjármagnaðar og hann vissi ekki hvort Milestone hefði á einhverjum tímapunkti lent í erfiðleikum við að fjármagna greiðslurnar. Í ákæru kemur fram að félagið hafi lent „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni”. Karl kvaðst í því samhengi ekki muna hvort að greiðsluáætlun hafi verið fylgt eftir en mundi þó að Ingunn hafi fengið allt sitt greitt. Karl mundi heldur ekki eftir því hvort einhvern tíma hafi verið samið um greiðslufrest. Karl sagði félögin þrjú, Milestone, MIE og Leiftra, hafa staðið saman enda hafi þau verið í eigu sömu aðila. Félög í sömu eigu megi eiga viðskipti sín á milli. Saksóknari spurði hann þá hvort hægt hafi verið að gæta hagsmuna beggja félaga þegar Milestone lánaði MIE svo fjármagna mætti kaup Leiftra á bréfum í Milestone. Karl sagði svo vera. Gert var hlé á réttarhöldunum rúmlega 11.30 vegna tæknilegra örðugleika. Kvaðst saksóknari þá enn eiga eftir að spyrja Karl út úr í að minnsta kosti hálftíma í viðbót. Varð dómstjóra þá að orði að hlutirnir hefðu farið laglega úr böndunum. Aðalmeðferðinni verður framhaldið klukkan 13. Tengdar fréttir Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13 Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar. 12. júlí 2013 07:00 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
„Ég er því saklaus af þeim ákæruliðum sem að mér beinast,” sagði Karl Wernersson, fyrrum stjórnarformaður Milestone, við upphaf aðalmeðferðar í morgun í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fimm öðrum aðilum vegna meintra umboðssvika er Ingunn Wernersdóttir seldi hlutabréf sín í Milestone. Aðalmeðferðin hófst á stuttri yfirlýsingu frá Karli þar sem hann fór yfir málið eins og það snýr að honum. Hann sagðist meðal annars gáttaður yfir ákærunni á málinu og sagði það ekki geta verið umboðssvik þegar Milestone fjármagnaði hlutabréfakaup sem félagið sjálft hefði allt eins getað verið kaupandi að. Karl sagði það ósanngjarnt að halda því fram að greiðslur Milestone til Ingunnar vegna sölu hennar á hlutabréfum í félaginu hafi farið fram í tómarúmi. Allir aðilar vissu af hverju verið væri að inna greiðslurnar af hendi og skýrir samningar hefðu legið fyrir um það allt. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Ásamt Karli eru Steingrímur Wernersson, bróðir hans og meðeigandi í Milestone, og Guðmundur Ólason, forstjóri félagsins ákærðir. Þá eru þrír endurskoðendur KPMG einnig ákærðir í málinu. Saksóknari telur að Karl, Steingrímur Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu.Vildi leysa málið hratt og vel Eftir að Karl hafði lesið upp yfirlýsingu sína tók saksóknari, Arnþrúður Þórarinsdóttir, til við spyrja hann út í málið. Dróst skýrslutaka saksóknara á langinn og fór langt fram yfir áætlaðan tíma. Dómari spurði hana meðal annars ítrekað hvort það væri nokkuð langt eftir og varð einum verjanda það á orði að saksóknara stjórnaði ekki í réttarsalnum. Verjandi Karls gerði einnig ítrekað athugasemdir við spurningar saksóknara og taldi hana endurtekið spyrja út í hluti sem skjólstæðingur hans væri búinn að svara. Við skýrslutökuna greindi Karl meðal annars frá því að Ingunn hafi haustið 2005 óskað eftir að selja hlut sinn í Milestone. „Þetta bar brátt að og það var ljóst að ég vildi leysta þetta hratt og vel. Við leituðum því ráðgjafar hjá lögmönnum og endurskoðendum um hvernig hægt væri að ganga frá sölunni á þessum,” sagði Karl, aðspurður um upphaf þess að Ingunn óskaði eftir að selja bréf sín í Milestone.Steingrímur Wernerson fyrir miðri mynd ásamt verjendum.Vísir/GVAEkki bannað að félög í sömu eigu eigi viðskipti sín á milli Kaup á bréfunum voru fjármögnuð af Milestone. Útbúnir voru ýmsir kaup-og söluréttarsamningar vegna bréfanna og var þar vísað í ýmsa aðila sem gátu keypt bréfin. Ástæða þess var sú að ekki lá fyrir þegar Ingunn seldi bréf sín í Milestone hver yrði endanlegur kaupandi bréfanna. Í samningunum voru mögulegir kaupendur bræðurnir Karl og Steingrímur og félög þeim tengd. Þar á meðal voru erlendu eignarhaldsfélögin Milestone Import Export (MIE) og Leiftri. Saksóknari spurði Karl út í hvenær lá fyrir hver yrði endanlegur kaupandi bréfa Ingunnar. „Það var ýmsum hugmyndum kastað fram á árinu 2006. [...] Það er svo í raun ekki fyrr en við gerð ársreiknings 2006 að ákveðið er að Leiftri verði endanlegur eigandi bréfanna. MIE fjármagnar kaup Leiftra og tekur til þess lán hjá Milestone,” sagði Karl. Hann sagði fimm aðila hafa unnið að útfærslu á því hver yrði endanlegur eigandi bréfanna; hann, Steingrímur og Guðmundur auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Milestone, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra félagsins. Saksóknari spurði Karl út í ýmislegt varðandi kaup-og söluréttarsamningana og greiðsluáætlun Milestone til Ingunnar. Karl gat ekki svarað öllum spurningum saksóknara. Hann gat til að mynda ekki gert grein fyrir því hvernig greiðslur Milestone til Ingunnar voru fjármagnaðar og hann vissi ekki hvort Milestone hefði á einhverjum tímapunkti lent í erfiðleikum við að fjármagna greiðslurnar. Í ákæru kemur fram að félagið hafi lent „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni”. Karl kvaðst í því samhengi ekki muna hvort að greiðsluáætlun hafi verið fylgt eftir en mundi þó að Ingunn hafi fengið allt sitt greitt. Karl mundi heldur ekki eftir því hvort einhvern tíma hafi verið samið um greiðslufrest. Karl sagði félögin þrjú, Milestone, MIE og Leiftra, hafa staðið saman enda hafi þau verið í eigu sömu aðila. Félög í sömu eigu megi eiga viðskipti sín á milli. Saksóknari spurði hann þá hvort hægt hafi verið að gæta hagsmuna beggja félaga þegar Milestone lánaði MIE svo fjármagna mætti kaup Leiftra á bréfum í Milestone. Karl sagði svo vera. Gert var hlé á réttarhöldunum rúmlega 11.30 vegna tæknilegra örðugleika. Kvaðst saksóknari þá enn eiga eftir að spyrja Karl út úr í að minnsta kosti hálftíma í viðbót. Varð dómstjóra þá að orði að hlutirnir hefðu farið laglega úr böndunum. Aðalmeðferðinni verður framhaldið klukkan 13.
Tengdar fréttir Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13 Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar. 12. júlí 2013 07:00 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13
Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar. 12. júlí 2013 07:00
Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32
Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30