Íslenski boltinn

Haukur Heiðar til AIK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Heiðar á leið í atvinnumennsku.
Haukur Heiðar á leið í atvinnumennsku. Vísir/Daníel
Sænska vefsíðan Fotboll Direkt greinir frá nú í kvöld að Haukur Heiðar Hauksson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AIK. Viðræður hafa staðið yfir milli AIK og KR síðustu vikur.

Martin Lorentzson er á förum frá AIK og segir í frétt Fotboll Direkt að Haukur eigi að fylla hans skarð.

Viðræður hafi staðið yfir undanfarnar vikur milli KR og AIK, en samkomulag er talið vera í höfn. Vefsíðan segir að Haukur Heiðar skrifi undir fjögurra ára samning.

Haukur Heiðar sem er 23 ára gamall hægri bakvörður verður þriðju kaup AIK eftir að tímabilinu lauk.

Haukur er uppalinn á Akureyri, en þar lék hann með KA. Hann gekk svo í raðir KR 2012 og hefur þar leikið síðustu þrjú sumur við góðan orðstír. Hann hefur einnig verið viðloðandi íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×