Vrba: Íslendingar verða erfiðir og óþægilegir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar 15. nóvember 2014 17:40 Vrba á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Daníel Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékklands, hrósaði íslenska liðinu mjög á blaðamannafundi sínum á Doosan-leikvanginum í Plzen en hér mætast liðin í undankeppni EM 2016 annað kvöld. Ísland og Tékkland eru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum en strákarnir okkar á toppi riðilsins með markatöluna 8-0. Vrba sagði það ótrúlega tölfræði. „Það er auðvitað sérstakt að vinna þrjá leiki án þess að fá á sig mark og í raun algjör undantekning. Úrslit leikjanna eru því afar áhugaverð,“ sagði Vrba. „Ísland er ofsalega agað og ég hef ekki séð svona lengi. Þetta er lið með dæmigerða skandínavíska þrautsegju - þeir sækja hratt fram og verða erfiður og óþægilegur andstæðingur.“ „Það er engin tilviljun að þeir hafi haldið hreinu heldur er það árangur vinnu þirra. Holland fékk í raun bara eitt færi gegn þeim og Tyrkland tvö. Agi og skipulagning liðsins er framúrskarandi.“ „Bæði lið gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og það lið sem ber sigur úr býtum er komið langleiðina til Frakklands. Auðvitað getur vel verið að liðin skilji jöfn en liðin vita vel hvað er í húfi.“ Æfing liðsins á Doosan-leikvanginum í Plzen er opin stuðningsmönnum en Vrba var þar til í fyrra þjálfari Viktora Plzen. Hann náði góðum árangri með liðið þau fimm ár sem hann starfaði hér. „Ég þekki stuðningsmenn í Plzen og trúi því að margir muni mæta í kvöld. Það gleður mig enda viljum við opna okkur fyrir fólkinu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékklands, hrósaði íslenska liðinu mjög á blaðamannafundi sínum á Doosan-leikvanginum í Plzen en hér mætast liðin í undankeppni EM 2016 annað kvöld. Ísland og Tékkland eru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum en strákarnir okkar á toppi riðilsins með markatöluna 8-0. Vrba sagði það ótrúlega tölfræði. „Það er auðvitað sérstakt að vinna þrjá leiki án þess að fá á sig mark og í raun algjör undantekning. Úrslit leikjanna eru því afar áhugaverð,“ sagði Vrba. „Ísland er ofsalega agað og ég hef ekki séð svona lengi. Þetta er lið með dæmigerða skandínavíska þrautsegju - þeir sækja hratt fram og verða erfiður og óþægilegur andstæðingur.“ „Það er engin tilviljun að þeir hafi haldið hreinu heldur er það árangur vinnu þirra. Holland fékk í raun bara eitt færi gegn þeim og Tyrkland tvö. Agi og skipulagning liðsins er framúrskarandi.“ „Bæði lið gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og það lið sem ber sigur úr býtum er komið langleiðina til Frakklands. Auðvitað getur vel verið að liðin skilji jöfn en liðin vita vel hvað er í húfi.“ Æfing liðsins á Doosan-leikvanginum í Plzen er opin stuðningsmönnum en Vrba var þar til í fyrra þjálfari Viktora Plzen. Hann náði góðum árangri með liðið þau fimm ár sem hann starfaði hér. „Ég þekki stuðningsmenn í Plzen og trúi því að margir muni mæta í kvöld. Það gleður mig enda viljum við opna okkur fyrir fólkinu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira