Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2014 20:30 Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00