Sport

Aníta hittir krakkana á Silfurleikum ÍR á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir efst á palli
Aníta Hinriksdóttir efst á palli Vísir/Daníel
Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fara fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn en þetta er í nítjánda sinn sem þetta skemmtilega mót fer fram og þó að krakkarnir eigi sviðsljósið þá koma flottar fyrirmyndir í heimsókn.   

Hlaupadrottningin heimskunna Aníta Hinriksdóttir og frjálsíþróttakona ársins 2013, Guðmundur Sverrisson spjótkastari og frjálsíþróttakarl ársins 2013 og Einar Daði Lárusson einn besti tugþrautarmaður Norðurlanda munu nefnilega afhenda íþróttafólki framtíðarinnar verðlaun sín í Laugardalshöllinni á morgun.  

Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, mun einnig ávarpa þátttakendur og gesti en Silfurleikarnir eru haldnir til heiðurs Vilhjálmi  föður Einars og silfurverðlaunum hans á Ólympíuleikunum 1956.   

Yngstu aldursflokkarnir hefja keppni kl. 9:00 og fyrstu tvo tímana verður keppt á 23 stöðum samtímis bæði í gömlu Höllinni og frjálsíþróttahöllinni.  Eftir því sem líður á daginn fjölgar keppnisgreinum í unglingaflokkum og áætlað keppni ljúki kl. 17:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×