Ótti á Akureyri: „Maður á börn og fjölskyldu“ Gissur Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2014 13:12 Jóhannes Bjarnason. vísir/pjetur Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“ Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“
Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03